þetta er 720L akvastabil búr.
lýsing er 4x 30W t8 perur
hreinsibúnaður er 2 tunnudælu báðar af gerðinni eheim.
1stk eheim 2078(1850L/H)
1 stk eheim 2226(950L/H)
einnig er ég með powerhead af gerðinni hydor og dælir 3500L/H og kemur vatninu smá á hreyfingu.
búrið er búið að vera í gangi í 2-3 vikur núna og gengur þokkalega, byrjaði á því að setja 3 gullfiska sem voru í viku áður en ég fór að setja fleirri fiska í það.
Til að byrja með var ég með 2 rætur og svo gervigróður, ég vildi bíða með að setja alvöru gróður í búrið til að fá einhverja næringu fyrir plönturnar. Núna í dag fór ég og keypti mér eina stóra rót og nokkrar plöntur og allt annað að sjá búrið að mínu mati, lifandi gróður og eina stóra almennilega rót.
eftir þessi kaup í dag fór maður að sjá meira öryggi hjá fiskunum fleirri staðir til að "fela" sig og þannig háttar.
íbúar búrsins eru eftirfarandi:
4 dovii
3 midas
1 flowerhorn
2 albino convict
1 wc
1 rtc x tsn crossbreed
1 pangasius
2 gibbar
4 ancistrur
og 2 gullfiskar (einn var étinn í nótt) enginn sem liggur undir grun.
ég var einnig með 4 stk tiger óskara en þeir fóru í magann á rtc X tsn og var dýrt fóður.
stefnan er að bæta við stærri óskörum og svo green terror og vonandi fleirri flowerhorn.
ákvað að henda inn einni mynd af búrinum fyrir breytingar og eftir
