....Þá tekur hann burt þriðjung vatnsins og mætti ætla að ekki væri annað en að fylla á með okkar hreina íslenska kranavatni. En hér leynist óvænt hætta. Kranavatn á að vera hlutlaust eða basískt til að vera gott til drykkjar. Hjá okkur er það mjög basískt. Þegar það blandast í, hefur það þau áhrif á pH-gildi búrvatnsins hækkar snöggt og samstundis umbreytist hluti ammoníum þess í eitrað ammoníak og fiskarnir drepast af eitrun.
Jebb. Eftir að hafa lesið um vatnaskipti hér og þar þá hef ég tekið þá ákvörðun að hafa sem fæst stór vatnsskipti.
Frekar að taka 10-20% af vatninu aðra eða- þriðjuhverju viku...
Þar sem ég er orðinn svo mikill strimla-vatnamælingamaður þá skellti ég svipaðir "blöndu" og ég set í búrin í vatnaskiptum í test og mældist þá pH 7.2-.7.6 - liturinn var svona mitt á milli
Rúnar Haukur wrote:Þar sem ég er orðinn svo mikill strimla-vatnamælingamaður þá skellti ég svipaðir "blöndu" og ég set í búrin í vatnaskiptum í test og mældist þá pH 7.2-.7.6 - liturinn var svona mitt á milli
En búrið mitt hangir í 6.4
Skrýtið, hér fyrir sunnan mælist vatnið úr krananum 8.2-8.4 pH en dettur svo niður í ca 7.6, það þýðir að vatnið hjá okkur er ca 10 sinnum harðara en vatnið fyrir norðan.
Ef þú kíkir í bæinn, komdu endilega með prufu af vatni úr búrinu og kranavatni og leyfðu mér að mæla.