
Hef ekkert verið að gefa sérstakt botnfiskafóður og ætti kannski að fara að gera það. En var að spá , er ekki í lagi að prófa að gefa þeim gúrku eða kartöflu (eða er ég að rugla) , og á maður þá ekki að taka hýðið af þeim eða bara láta þetta bara ofan í?
Líka eitt annað, það er komin svolítið af þörungi í búrið og finnst mér gibbinn ekkert vera að vinna á því

Er kannski ráð að fá sér annan minni og þá brúsknef kannski?
En til að ná kannski þessum þörungi niður er þá í lagi að hafa bara slökkt og kannski gefa fiskunum á tveggja daga fresti? Eða hvernig er best að tækla þetta. Finnst ég alltaf vera að svelta fiskana ef að ég gef þeim ekki tvisvar á dag og kannski of mikið jafnvel


Er það einhver merki um svengd eða eru þeir bara svona gráðugir?

Maður veit ekki alveg hvenær maður er að gefa réttan skammt og hvort að maður sé kannski að gefa alveg alltof mikið

En afsakið þar sem að ég held að flest af þessu hafi komið oft áður en nennti ekki að leita að því og svo er ég með svo margar spurningar að ég ákvað að skella þessu bara í eitt
