Það er að koma þörungur á glerið, svona eins og pínulitlar doppur. Brúsknefarnir hamast á þessu en þetta bara eykst. Ég er búin að prófa að fara með uppþvottabursta á þetta - en þetta er alveg PIKK fast!
Hvernig nær maður þessu í burtu? Bara beitt gluggaskafa? Ég á t.a.m. mjög erfitt með að taka myndir útaf þessu...
Pikkfastur þörungur á gleri
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Ég nota sköfu með rakvélarblaði svona 1x á mánuði til að losna við þetta. Það er frekar fljótlegt að taka þetta þannig, sérstaklega ef það er gott bit á blaðinu
Passa bara að fara ekki í silikonið
Passa bara að fara ekki í silikonið

Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Mjög góð spurning sem kom á ágætum tíma fyrir mig, og ætla því að koma með apra spurningu í kjölfarið,,,,
ER þá allt í lagi að skafa þetta bara og láta þetta bara fara í búrið (setjast í botninn), eða þarf maður að hirða þöruginn upp úr búrinu? (hvernig svo sem maður gerir það?
takk takk
ER þá allt í lagi að skafa þetta bara og láta þetta bara fara í búrið (setjast í botninn), eða þarf maður að hirða þöruginn upp úr búrinu? (hvernig svo sem maður gerir það?
takk takk
Eymar Eyjólfsson