Pikkfastur þörungur á gleri

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Pikkfastur þörungur á gleri

Post by Anna »

Það er að koma þörungur á glerið, svona eins og pínulitlar doppur. Brúsknefarnir hamast á þessu en þetta bara eykst. Ég er búin að prófa að fara með uppþvottabursta á þetta - en þetta er alveg PIKK fast!

Hvernig nær maður þessu í burtu? Bara beitt gluggaskafa? Ég á t.a.m. mjög erfitt með að taka myndir útaf þessu...
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

rakvélablöð eru fín í þetta, svo er hægt að kaupa sköfur með beittu blaði.
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Gróf stálull virkar líka fínt.
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Vargur wrote:Gróf stálull virkar líka fínt.
Rispar hún ekki glerið?

Eins gott að taka ekki óvart stálull með sápu :roll:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hún rispar ekki glerið, enda væri maður varla að mæla með henni ef svo væri. :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég nota sköfu með rakvélarblaði svona 1x á mánuði til að losna við þetta. Það er frekar fljótlegt að taka þetta þannig, sérstaklega ef það er gott bit á blaðinu

Passa bara að fara ekki í silikonið :D
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
EymarE
Posts: 54
Joined: 05 Dec 2007, 11:28
Location: Grundarfjörður

Post by EymarE »

Mjög góð spurning sem kom á ágætum tíma fyrir mig, og ætla því að koma með apra spurningu í kjölfarið,,,,

ER þá allt í lagi að skafa þetta bara og láta þetta bara fara í búrið (setjast í botninn), eða þarf maður að hirða þöruginn upp úr búrinu? (hvernig svo sem maður gerir það?

takk takk
Eymar Eyjólfsson
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Einhverjir fiskar éta þetta oftast, ég skef stundum af bakhliðinni og hreinlega gef gumsið í búrið.
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Jæja, skóf framhliðin á búrinu og þvílíkur munur!!! ég sé inn :shock:

Notaðist við rakvélablað sem okkur tókst að finna og það virkaði vel :wink: Mest gumsið fór á botninn en það voru líka vatnsskipti í gangi þannig að eitthvað hefur farið út.
Post Reply