Vatnaskipti (þegar hluta af vatni búrsins er skipt út...)

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Vatnaskipti (þegar hluta af vatni búrsins er skipt út...)

Post by Birkir »

Klausa úr fiskabókinni sem ég er að lesa.

KÖFNUNAREFNISSAMBÖND VATNS
....Þá tekur hann burt þriðjung vatnsins og mætti ætla að ekki væri annað en að fylla á með okkar hreina íslenska kranavatni. En hér leynist óvænt hætta. Kranavatn á að vera hlutlaust eða basískt til að vera gott til drykkjar. Hjá okkur er það mjög basískt. Þegar það blandast í, hefur það þau áhrif á pH-gildi búrvatnsins hækkar snöggt og samstundis umbreytist hluti ammoníum þess í eitrað ammoníak og fiskarnir drepast af eitrun.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er eimitt að mínu mati ástæðan fyrir því að algengt er að fiskar drepist eftir stór vatnsskipti, sikliður virðast reyndar þola þetta vel.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Jebb. Eftir að hafa lesið um vatnaskipti hér og þar þá hef ég tekið þá ákvörðun að hafa sem fæst stór vatnsskipti.
Frekar að taka 10-20% af vatninu aðra eða- þriðjuhverju viku...
Rúnar Haukur
Posts: 160
Joined: 13 Nov 2006, 19:13
Location: Akureyri - norðan við á
Contact:

Post by Rúnar Haukur »

Þar sem ég er orðinn svo mikill strimla-vatnamælingamaður þá skellti ég svipaðir "blöndu" og ég set í búrin í vatnaskiptum í test og mældist þá pH 7.2-.7.6 - liturinn var svona mitt á milli :-)

En búrið mitt hangir í 6.4
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Rúnar Haukur wrote:Þar sem ég er orðinn svo mikill strimla-vatnamælingamaður þá skellti ég svipaðir "blöndu" og ég set í búrin í vatnaskiptum í test og mældist þá pH 7.2-.7.6 - liturinn var svona mitt á milli :-)

En búrið mitt hangir í 6.4
Skrýtið, hér fyrir sunnan mælist vatnið úr krananum 8.2-8.4 pH en dettur svo niður í ca 7.6, það þýðir að vatnið hjá okkur er ca 10 sinnum harðara en vatnið fyrir norðan.
Ef þú kíkir í bæinn, komdu endilega með prufu af vatni úr búrinu og kranavatni og leyfðu mér að mæla.
Rúnar Haukur
Posts: 160
Joined: 13 Nov 2006, 19:13
Location: Akureyri - norðan við á
Contact:

Post by Rúnar Haukur »

Reyni að muna eftir því - þarf ég ekki svolítið að passa uppá hvað hefur verið í ílátinu áður ? Uppá að það rugli ekki efnainnihaldið á vatnin.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Allt úr gleri ætti að vera fínt.
Post Reply