skoo ég var inni í herberginu mínu að stússast e-h og sá að 2 skalarnir mínir eru búnir að hrygna á eina plöntuna sem andri pogo seldi mér, er e-h sem ég ætti að hafa í huga í sambandi við hrognin,
getið þið bara sagt mér allt sem þið vitið um skalauppeldi
Það er nú kannski óþarfi að benda bara á google þegar fólk spyr að svonalöguðu.
Persónulega mundi ég ekki gera neitt í þessu og leyfa parinu að æfa sig. Það er mjög líklegt að þetta klúðrist hjá þeim í fyrstu skiptin en þau hrygna fljótlega aftur ef ef allt er eðlilegt.
Já ég er sammála þér, en samt þetta par er rosalega duglegt að verja sitt svæði, og hinir 2 skalarnir húka útí horni, á meðan parið passar rosalega vel uppá hrognin,,
jæja, þetta gengur allveg ágætlega með skalaseiðin/hrognin og eru komin á hreyfingu og svoleiðis, og ég var að pæla þegar þau fara að synda fara þau e-h af blaðinu (blaðinu sem þau eru föst á)t.d á botninn eða e-h eða synda þau bara af því? ?
þessir skalar gera það ekki "mamman" hugsar rosalega vel uppá seiðin og ef e-h seiði dettur af blaðinu tekur hún það uppí sig og situr aftur í miðju grúppuna
og allt í lagi að þú setur þetta hér
ég hélt reyndar líka að þeir mundu éta þau, en greinilega gera þessir skalar það ekki
Sumir gera það - sérstaklega þeir sem hafa verið mikið ræktaðir. Það er líka algengt að skalar geri það við fyrstu hrygningarnar sínar þegar þeir eru að læra á þetta. Þínir gætu ennþá tekið uppá því, þannig að ekki hrósa happi of snemma
haha nei nei, ég ætla ekki að vera með of miklar væntingar ,
en ég er líka í smá bobba með dæluna mína , búrið sem seiðin eru í er með innbygða dælu og ég veit ekki hvað ég get sett fyrir síuna svo þau síast ekki inn í dæluna.
hefur e-h hugmyndir ?
P.S búin að fá góða hugmynd frá einum aðila hér á spjallinu og langar að tékka hvort e-h væri með öðruvísi hugmynd
Við eigum skalapar sem er sífellt að hrygna.. Við höfum tekið eftir því að foreldrarnir éta hrognin stundum en oftast eru það reyndar aðrir íbúar búrsins, svo sem ancistrur, bótíur og synodontis. Við höfum prufað að experimenta með hrognin. Skalarnir hrygna á ca. 4-6 vikna fresti. Við höfum prufað að setja hrognin/seiðin (þegar þau eru nýbyrjuð að sprikla) í gotbúr - sem virkaði ekki vel, setja þau í sér búr ásamt foreldrunum - sem fór þannig að þau voru étin, en það eina sem hefur virkilega virkað hjá okkur er að setja seiðin í lítið búr með kraftlítilli dælu, loftdælu og hitara. Hitarinn er stilltur á ca. 28°C og loftdælan er á fullu 24/7. Við skiptum um vatn á hverjum degi, ekki þó nema u.þ.b. 20%. þegar seiðin er búin með kviðpokann og byrjuð að synda vel útum allt þá gefum við þeim frosin brine shrimp egg. Við höfum einnig sett örlítið salt í búrið þeirra til að passa að engir sjúkdómar komi upp.
Það eru reyndar margir sem segast sjá muninn, td á hauslagi osf en ég held að það sé í mörgum tilfellum bara skot út í bláinn. Ef maður elur upp hóp þá getur maður fengið á tilfinninguna hvað eru karlar og hvað kerlur en eins og Keli segir þá þarf maður að sjá þá hrygna til að vera viss.