Ég er að gæla við þá hugmynd um að setja af stað smá hobbý ræktun og er að velta fyrir mér hvaða búnaði ég þarf að koma mér upp til að geta gert þetta sómasamlega. Ég hef aflað allra þeirra upplýsinga sem ég þarf um fiskana og fjölgunina en hef ekki fundið neitt um búnað sem þarf í þetta.
Agnes
Skala ræktun
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Fyrir parið myndi ég segja að um 80 lítra búr væri gott - helst í hærri kantinum (ekki grunnt)
Svo þarftu búr fyrir seiðin, því stærra því betra - líklega væri gott að vera með um 200 lítra per hrygningu, en alveg hægt að komast af með minna.
Svo fer fjöldi búra bara eftir því hvað þú ætlar að taka oft frá foreldrunum - það borgar sig ekki að blanda saman kynslóðum. Seiðin ættu að vera komin í ágæta stærð (sölustærð) á um 4 mánuðum, +/- einhverjir mánuðir eftir fóðrun og vatnsgæðum.
Svo er bara mikilvægt að hafa hitastigið amk 25 gráður, góð vatnsgæði til að seiðin stækki hratt og foreldrarnir hrygni oft. Þetta er frekar einfalt, en ef maður vill gera þetta vel, þá þarf maður alveg töluvert pláss og aga við vatnsskipti og fóðranir.
Svo þarftu búr fyrir seiðin, því stærra því betra - líklega væri gott að vera með um 200 lítra per hrygningu, en alveg hægt að komast af með minna.
Svo fer fjöldi búra bara eftir því hvað þú ætlar að taka oft frá foreldrunum - það borgar sig ekki að blanda saman kynslóðum. Seiðin ættu að vera komin í ágæta stærð (sölustærð) á um 4 mánuðum, +/- einhverjir mánuðir eftir fóðrun og vatnsgæðum.
Svo er bara mikilvægt að hafa hitastigið amk 25 gráður, góð vatnsgæði til að seiðin stækki hratt og foreldrarnir hrygni oft. Þetta er frekar einfalt, en ef maður vill gera þetta vel, þá þarf maður alveg töluvert pláss og aga við vatnsskipti og fóðranir.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
ég geri mér grein fyrir að þetta tekur mikið pláss og er tímafrekt og er alveg tilbúin í það. Svo hef ég heilann 40 fermetra bílskúr til að notast við þannig að pláss er ekki vandamál.
Ég er að hugsa um að koma mér upp svona rekka eins og ég hef verið að sjá menn notast við, það er líka kostur sið þá að búrin staflast upp og taka þannig minna pláss.
En þar sem að ég er bara að prófa mig áfram er ég að hugsa um að koma mér þá upp 2-3 búrum til að byrja með, einnig þarf ég að komast yfir par og held ég að þar sem að ég bý nánast í sveit að ég verði að kaupa mér 4-8 unglinga sem ég gef svo tíma til að parast og mun það taka góðann tíma þannig að þetta er bara hugmynd í meltingu ennþá.
takk fyrir svörin.
Agnes
Ég er að hugsa um að koma mér upp svona rekka eins og ég hef verið að sjá menn notast við, það er líka kostur sið þá að búrin staflast upp og taka þannig minna pláss.
En þar sem að ég er bara að prófa mig áfram er ég að hugsa um að koma mér þá upp 2-3 búrum til að byrja með, einnig þarf ég að komast yfir par og held ég að þar sem að ég bý nánast í sveit að ég verði að kaupa mér 4-8 unglinga sem ég gef svo tíma til að parast og mun það taka góðann tíma þannig að þetta er bara hugmynd í meltingu ennþá.
takk fyrir svörin.
Agnes