Jæja það er nú komin tími á update

finnst ykkur ekki?
Nú er búið að breyta svolítið mikið! Skalinn er nú löngu komin á sölu og er því miður í 10 lítra búri því hann er svo rosalegur böggari við minni fiskana

en ég er nú að vona að hann fari á nýtt heimili fljótlega greyið því honum líður hörmulega í þessu búri

. En nú er KK gullgúraminn dauður (reyndar svolítið langt síðan) því kellingin hans var sífellt að narta í hann! Hann var alltaf undir dælunni í von um að hún færi í burtu en það gekk nú ekki, en svo einn daginn sá ég bara litlausan gúrama, tók hann auðvitað og henti honum bara í klósettið

. Nú er gullfiskur búin að bætast í búrið og líður honum vonandi vel. Rauði bardagafiskurinn er nú í stórri skál

og bíð ég nú eftir að skalinn fari svo bardagafiskurinn fái búrið og brúskurinn er aðeins búin að stækka sýnist mér og er nú bara nokkuð flottur en ég hugsa reyndar að hann sé hún

. Og svo er það aðal fiskurinn minn og hann kalla ég Bubba og hann er blái bardagafiskurinn

en hann fer í 55L búrið þegar ég breyti einu sinni enn
En ég byrjaði með tvö stykki af Mini Twister og eru þau nú orðin fimm stykki og ég er hæst ánægð með það
Svo er eitt búr búið að bætast við og það er 130-150 lítrar kannski meira en það eiga ekki að vera fiskar í því vegna þess að ég ætla að hafa landsalamöndru í því en hún kemur ekki strax en það er þess virði að bíða

en þetta búr er eitt af hornbúrunum sem voru í Fiskabúr.is

og er það tilvalið fyrir þessa salamöndru og ég er alveg að deyja úr spenningi
En ég læt myndir þegar ég er búin að koma öllu á hreint
