Langar að spyrja smá um fiskabúrið mitt:-)

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Langar að spyrja smá um fiskabúrið mitt:-)

Post by Rós »

Held ég hafi skrifað of langt þarna í hinum dálkinum hehe.

En núna skal ég hafa þetta eins stutt og kvennmaður getur :lol:

En mér vantar að vita. Þegar ég skoða búrið mitt og sé alveg neðst í sandinu þá sé ég rosa mikið af fiskakúk... og þegar ég er að stúta greyi sníkjudýrasniglunum þá fer ég stundum í botninn og skítur þyrlast upp.

Á maður eitthvað að hreinsa sandinn, eða fer þetta á sjálfum sér? Sem sagt rotnar and stuff, ég er með rót og gróður ... var mælt með því út af skítnum..en finnst svo mikið af honum.

Takk takk :)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þú getur keypt sérstaka malarryksugu í gæludýraverslun, það er hólkur með slöngu.
Þú færir hólkinn eftir botninum og lætur renna úr búrinu í gegn um slönguna í fötu/vask.
Þú getur líka búið til svona apparat með kókflösku og slöngu.
Ég myndi byrja á að skoða svona græju svo þú fattir almennilega um hvað er verið að ræða.
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Já hehe hef séð þetta í bækling sem ég á... getur maður ekki óvart tekið fisk með :oops: :oops:
ég er svo hrædd um það :P
meina því gúbbífiskarnir eru nú ekkert hræddir við mig og voðalega forvitnir. Þeim finnst alveg voðalega gaman að narta í puttana mína.
Er kannski svona switch on/off takki?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Á minni sugu fylgdi með gróft sigti (sem ég nota reyndar aldrei). Ég held að ef þú fylgist með því sem þú ert að gera séu hverfandi líkur á að taka fisk með.
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

já ég séð það alveg fyrir mér að passa mig, rétt eins og þegar ég skipti um vatn.
Já langar að spyrja um það. Skilst að það sé hægt að nota slöngu(nota alltaf eitthvað glass og fötu til að skipta...tekur langann tíma) hvernig virkar það? Getur það ekki verið hættulegt fiskunum??

ég veit, ég er rosalega paranoid. en hey það kemur að því að fólk spyr mig spurninga :lol: Og líka betra að vita í stað að gera eitthverjar vitleysu.

Svo var það eitthvað eitt í viðbót sem ég vildi spyrja... man ekki í augnablikinu :?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Guð hjálpi þér kona.
Út í BYKO á morgun að kaupa slöngu. Ég myndi kaupa nógu langa svo þú gætir lagt annan endann í bað/sturtu/vask svo þú losnir við burðinn.
Sé það ekki hægt þá bara svo þú getir látið renna í fötuna. Og nei, þetta er ekki hættulegt fiskunum.
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

:oops: jæja komst mér til að hlægja yfir um klukkutíma vinnu minni einu sinni á viku.

En hvernig í ósköpunum á ég að láta vatnið úr búrinu.. "sesam opnist þú" og vatnið fer af stað...lol sorry nú get ég ekki hætt að hlægja.
eða...ojojoj...er ég að fara að sjúga vatnið...oooooooooj það er of erfit líka...

Nú kvíður mig að senda þennan póst. But I'll do it!!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú færð þér dælu á slönguna eða það sem einfaldast er, lætur renna vatn úr krananum í hana, kippir svo endanum af og passar að hann sé lægra en endinn í búrinu. Hókus pókus og vatnið rennur úr búrinu.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hahaha.

Þetta er ofureinfalt með að ná rennslinu af stað. Eins og þú nefnir er bara að sjúga og það er ekki svo erfitt. Þú getur bara sogið hægt og þétt, mér finnst verra að djöflast á slöngunni eins og brjálæðingur.
Ég er með glæra slöngu svo ég sé þetta koma og get sleppt áður en gusan kemur upp í mig. :P
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

jájá ég er get líka verið erfið..meira segja pípara karlinn minn hristi höfuðið.
Tek það bara aftur fram
Er rosalega ný í þessu... WE do what????
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

hahahahahaha

Held þaðsé einfaldast hehehe fæ mér glæra slöngu á morgun :lol:
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Þetta er mögnuð lesning :D. Prófaðu þig áfram þetta er svo einfalt þegar þú ert búnað fatta þetta, ekkert stórmál þó þér svelgist aðeins á í 1stu skiptin en þú finnur þegar vatnið er að koma niður slönguna. 1nu sinni var félagi minn að tæma búr sem var fullt af dauðum fiskum og var búnað vera þannig í 3 daga , búrið var á 1stu hæð og hann oní kjallara og þetta 5 cm breið slanga, hann geymdi sér aðeins og viðbjóðurinn kom á fullu gasi beint uppí hann og alveg oní lungu, hann kúgaðist og hóstaði í sona 30mín og var allan daginn að jafna sig, en það er önnur saga :lol:
Ace Ventura Islandicus
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

hahaha greyi gaurinn.

En ég er búin að fatta að þið fiskafólk eruð greynilega næturverur, gerist ekkert hérna inná yfir daginn, en fullt um kvöldin hehe.

En jú ég ætla að prófa þetta með slönguna og karlinn ætlar að redda þannig að hægt sé að festa slönguna við kranann til að fá vatn ofan í búrið

Spennandi að sjá hvernig þetta verður.

Svo gaman að koma sér í eitthvað nýtt og skemmtilegt. :-)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það er ágætis upplifun þegar maður fattar að maður þarf ekki að bera fötur til að skipta um vatn og getur gert það næstum án allra vandræða, bara fylgjast með að búrið tæmist ekki né flæði yfir - Ég hef oft verið tæpur með að setja stofuna á flot :D
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply