Í framhaldi af uppboðs umræðunni ákvað ég að setja nokkra fiska í útboð og reyna að búa til þráð sem aðrir geta notað til hliðsjónar í framtíðinni.
Óska eftir tilboðum í eftirfarandi fiska:
2 stk Ctenolucius hujeta, oft nefndir ferskvatns barracuda.
Þessir eru um 15 cm, gullfallegir og vanir á þurrfóður.
Nánari uppl. hér: http://www.aquariacentral.com/fishinfo/ ... cuda.shtml
Ath þó þessir fiskar nái allt að 70 cm stærð í náttúrunni þá fara þeir sjaldnast yfir 25 cm í búrum.
Nálafiskur, Xenentodon Cancila.
Um 20 cm, étur þurrfóður og lifandi. Einstaklega skemmtilegur ránfiskur sem gaman er að fylgjast með.
Meira hér: http://www.totalfishkeeping.com/index.p ... entry89737
Þessir fiskar eru allir saman í búri ásamt nokkrum botnfiskum og gengur sambúðin vel.
Óskað er eftir tilboðum í staka fiska eða alla saman. Lágmarksboð er kr. 2.000.- pr fisk.
Tilboð skal senda í einkapósti fyrir föstudaginn 1. feb. og skal pósturinn merktur tilboð-fiskar.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Nálafiskur og Hujetur til sölu
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli