Fiskabúrið mitt. Afrikanar og Amerikanar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

gövöð.. ég var í fyrsta sinna að sjá núna að húsið þitt brann og vá hvað mig létti að sjá að allir komust heilir frá eldinum.. allar lifandi verur.. menn og fiskar...

En hræðilegt að þurfa að sjá heimilið sitt brenna og vonandi hafa ekki margir persónulegir munir skemmst. t.d. ljósmyndir og þessháttar...

Gott að sjá að allt hefur gengið vel að lokum
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Þetta var nánast altjón.
Þetta fór allt vel og ég var vel tryggður :)
Takk fyrir
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Líst vel á arowönu! :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Já mikil ósköp hún kitlar alltaf aftur 8)
Þetta er alveg magnaður fiskur.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

mér líst ekki síður á clown knife :P þó er arowanan sýnilegri og hressari
-Andri
695-4495

Image
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Jæja þá bættist en einn ránfiskurinn i búrið hjá mér i dag.
Image
Amazon leaffish
Það verður spennandi að fylgjast með þessum.

Annars eru komnir 8 st af sköllum lika svo þetta er allt i áttina :)

Myndavélin er ekki komin i lag svo myndir verða að biða en lauffiskurin er magnaður á litin en hann aðlagast þannig að sem minst fari fyrir honum og þannig kemst hann að bráðini sem hann gleypir.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

magnaðir fiskar, til hamingju með þennan :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta er ekki algengur fiskur.
Getur þú sagt eitthvað um hann, hvað hann étur, hvað er hann stór, hvað verður hann stór o.s.fr.
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Já og verð ?
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Já þeir verða um 10 cm stórir og verða að fá lifandi fóður af og til annars deyja þeir. Þessi sem ég keypti i dag er svona 4 til 5 cm stór svo hann er hálf vaxin.
Maður verður bara að kaupa gúbba eða neontetrur af og til til að halda i þessu lifi,en hvað gerir maður ekki fyrir þessi grey :oops:

Þeir eru til i Dýragarðinum og kosta 4000 kall
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

rosa flottur fiskur! til lukku með hann :D
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Flottur gaur og alls ekki dýr.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Nei alls ekki fyrir svona fisk og akkúrat núna er vinurin á veiðum þvi ég slökti ljósin á búrinu,keypti fjórar neontetrur og aðeins þrjár eftir.......
Gaman að fylgjast með honum sveimandi um búrið biðandi eftir bráðini.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ertu nokkuð með einhverja aðra í búrinu sem éta tetrurnar frá honum? :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Hefði grunað skallana en þeir eru ekki orðnir nógu stórir til að ráða við tetrur.
Hef verið að fylgjast með sköllunum hvað varðar tetrurnar og þeir ná i mesta lagi að narta i sporðana á þeim.
Sá atlögu hjá lauffisknum i gær og hann er snöggur en tetran slapp þá.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Hef grun um að pufferin minn sé ekki allur þar sem hann er séður.
Var að flétta bókum og þar er mynd af puffer nauða likur minum og er frá Asiulöndum hann er nefndur Tetraodon steindachneri.
Hann fer á sölulista hjá mér reynist þetta rétt.

Hér er mynd af honum
Image
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ef að hann fer á sölulista þá kaupi ég hann pottþétt :D
Ég elska puffera
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

já þeir eru frekar fyndnir fiskar og gaman að sjá þá synda og svo rifa þeir i sig snigla :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Já en ég skildi ekki alveg afhverju þú ætlar að selja hann?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Eplasniglarnir minir hafa ekki borið sitt barr siðan þessi var settur i búrið.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ef að hann er Tetraodon steindachneri. Hvað með það :hmhm:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Síkliðan wrote:Já en ég skildi ekki alveg afhverju þú ætlar að selja hann?
Þemað hjá mér núna er Amason og hann á ekki heima þar :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

já ok sorry vissi ekki :oops:
þarf hann bracish eða spjarar hann sig alveg í ferskvatni?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Samkvæmt þvi sem stendur i "Encyclopaedia of tropical fish" þá er þessi puffer eingöngu i ferskvatni enda stends það alveg hvað varðar þennan.
Hann braggast þvilikt og litur feyki vel út og það sem meira er að hann virðist alveg hættur að stækka en Asiu puffer eins og þessi verður ekki meira en ca 6 cm(eins og minn varð fyrir löngu) en puffer sem lifi i árósum við Amason verða um 15 cm stórir
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

ok hvað gef ég honum að borða (hann verður líklegast einn í búri) allavega þangað ég finn kúl búrfélaga handa honum 8)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Hann borðar blóðorma,rækju og allan frosin mat og siðan en ekki sist snigla :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Það verður ekki skafið utan af þessum lauffiskum, minsti skallin er horfin :D Sem betur fer þá verða þessir ránfiskar ekki stærri en ca 10 cm :oops:
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Fór i Fiskabúr.is i dag og verslaði ýmislegt.
Fóður handa Lauffisknum,rætur,gróður osf.
Breytti stóra búrinu og tók Pufferin frá svo eplasniglarnir fái að jafna sig eftir meðferðina hjá honum.
Allur lifandi gróður er komin i litið 60 litra búr þar sem ég get ekki haft gróður vegna Silverdollarana en þeir eru sallatætur af guðs náð.
Er með tvær silki gerfiplöntur frá Fiskabúr.is en þær eru alveg látnar i friði.
Fór heim með tvo humra,Puffernum til mikilla ánæju.Hann hakkaði þá i sig og það var ekki falleg sjón svo ef þið viljið losa ykkur við snigla eða humar þá er puffer lausnin
Hérna er mynd frá breytingunum.
Image
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér líst vel á að þú sért búinn að færa búrið þannig það sé upp við vegg, mér þykja búr sem eru opin beggja vegna aldrei eins falleg og fiskarnir ekki njóta sín jafnvel.

Ætlarðu eitthvað að reyna að þrjóskast við og koma gróðri í búrið ?
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Mér finnst dollararnir æðislegir,hvar fær maður svona fiska og hvað kosta þeir ?
Post Reply