Polypterus Senegalus

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Polypterus Senegalus

Post by Jakob »

hæ e´g fór í dag í Fiskó og keypti mér Polyterus senegalus sem er sona 9-10 cm og er í 30l. Fetur einhver sagt mér...

Hvað þeir verða stórir (ég veit að þeir verða yfir 20 cm)
Hvað ég á að gefa honum oft rækjur
Hvort að hann geti verið með 20 cm midas, 10-15 cm flowerhorn, 25-30 cm wc í 400l
Last edited by Jakob on 02 Feb 2008, 00:00, edited 1 time in total.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hann verður sennilega fljótt leiður á 30 l. búrinu.

Senegalus getur orðið 40-50cm við góðar aðstæður.
Ég hef gefið mínum Polypterus fiskum rækjur eða botntöflur 2-3 hvern dag.

Ég mundi ekki taka sénsinn á því að setja hann með þessum stóru könum og walking cat fyrst hann er ekki stærri en þetta.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

ok ég set upp 400l í marsog var bara að spá?
ég veit að þetta er lítið búr fyrir hann
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

ég skellti 5 cm WC oní búrið sem smá company og þeir urðu bestu vinir á 5 mín. :D
Henta þeir ekki alveg í sama búri (ég veit að wc stækkar mjög hratt)
Stækka þeir (senegalus) ekki alveg ágætlega hratt ef að þeim er gefið vel?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Jújú þeir ættu alveg að geta verið saman í einhverja mánuði og hugsanlega til frambúðar í besta falli, en Senegalus stækka hratt uppí 20cm en hægist vel á þeim eftir það.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Takk Andri hvað kem ég mörgum poly (þessar þekktustu tegundir t.d. palmas polli og orna eitthvað) í 400l :)

Ég veit að þú ert með 11 í 720 :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

flestar þessar minni tegundir (kallaðar upper-jaw) verða um 30cm nema ornatipinnis sem verða 50-60cm yfirleitt.

Það persónulega myndi ekki vera með fleiri en 10stk af litlu í 400L.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

kallast senegalus lítill?
Ég fæ mér örugglega aldrei ornatipinnis eins og verðið er :?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Senegalus er lítill já.
Polypterus fiskarnir skiptast í tvo flokka, Upper jaw og Lower jaw eða efri- og neðri kjálka á íslensku.
Upper jaw fiskarnir eru með framstæðan efri kjálka, en lower jaw með framstæðan neðri kjálka.
Allir upper jaw verða litlir eða um 30cm nema Ornatipinnis.
Lower jaw fiskarnir verða allir miklu stærri, eða allt að 100cm.
Þessir tveir flokkar passa heldur ekki vel saman því þeir stóru eru með stóra kjafta og geta étið þá minni.

Verðin á þessum fiskum eru há, nema á senegalus. P.Polli er líka ódýr, amk úti.
Ástæðan er að sjálfsögðu vegna þess hve mikið framboð er á þeim.
Ástæða þess er hins vegar sú að þeir verða kynþroska snemma, eða um 1-2. ára. Því eru ræktendur mun fljótari að rækta Senegalus (og Polli) en aðrar tegundir.
Flestar aðrar tegundir verða ekki kynþroska fyrr en um 5ára+ og þessvegna ganga þær ræktanir miklu hægar og þar af leiðandi mun minna framboð sem aftur leiðir til hærra verðs.
Svo eru ekki allar tegundir Polypterus ræktaðar enn, margar eru aðeins veiddir villtir og verðið eftir því, fáránlega hátt.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég gef honum pinku frontosu og litlum wc 1 rækju á dag er það of lítið of mikið of sjaldan eða of ört?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply