Laskaður Ropefish

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Laskaður Ropefish

Post by Gabriel »

Er einhver hér sem kannast við það að Ropefish ráðist á hvor annan? Ég var með einn í 110L búri og bætti við 3 nýjum Ropefish um daginn sem að hanga alltaf saman, en sá gamli virðist ekki kunna vel við nýja félagsskapinn og bítur óspart í síðurnar á þeim og ég tók eftir því áðan að einn þeirra var illa laskaður í framan :? Virðist hafa verið bitinn í framan og er orðinn hvítur í andlitinu og annað augað virðist vera laskað, komin einhverskonar himna yfir það. Er hræddur um að hann sé blindur á því. Ég flýtti mér að setja hann í sótthreinsaða einangrun og vona að hann jafni sig. Ætti ég að fjarlæga óeirðarsegginn og leyfa hinum að vera í friði eða sjá hvort að þeir vingist með tímanum? :?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er frekar lítið búr fyrir þá. Spurning um að bæta við felustöðum ef þú villt reyna á þetta.
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Ég er með hella og holar hauskúpu og mikinn gróður í búrinu. Er hann svona aggressívur vegna þess að honum finnst sér ógnað? :? Verð að prófa að bæta við felustöðum
Post Reply