Ég hafði nú "áhyggjur" af því þegar walki fór í búrið en hann er búinn að taka vaxtarkipp á undanförnum dögum. Hann endar þó sennilega í gininu á RTC með þessu áframhaldi.
RTC er búinn að éta nokkrar sæmilega stórar sikliður en alveg magnað að hann virðist láta kattfiskana eiga sig. í búrinu eru 2 asian upside-down og Synodontis ca 12-15 cm og um daginn veiddi ég upp úr 2 10 cm bótíur.
Það hlítur að vara, nú er ég búinn að vera með minn í 400 l í rúmlega ár og það dugir enn þó að auðvitað springi það á endanum.
Mér sýnist minn líka vera farinn að hægja aðeins á vextinum núna, ég reyndar gef yfirleitt ekki mikið. RTC fær nánast bara að éta þegar koma gestir.
er ekki talað um að það eigi að gefa þeim eða bara yfir hofuð öllum þessum risa monsterum 1 sinni á 2-3 daga fresti eftir að þeir hafi náð eithverri stærð?
allavega fær 45cm yeallow tail blue cod grouperinn minn bara 2 sinnum á viku að borða.reyndar gef honum alveg þar til hann getur varla ekki synt.
það fer sirka 600 gr af ýsu á viku bara í hann
Ég held að almennt sé talað um það. Ég gef Red-tail td bara á 5-7 daga fresti, hann laumast reyndar eitthvað í matinn sem hinir eiga að fá.
Þegar hann er orðinn svangur þá fer hann að synda meira um búrið, þá er kominn tími á að gefa.
Jæja vegna ítrekaðra áskorana koma myndir af RTC teknar í kvöld.
Ég veiddi skepnuna upp úr og ætlaði að taka myndir sem sýndu vel stærðina. Kappinn barðist svo hraustlega umm að ég bara smellti af nokkrum í fljótheitum og skellti honum svo snarlega aftur í búrið.
Ég náði þó ágætis mælingu og hann er rétt rúmlega 35 cm.
Að lokum ein af honum í búrinu, tekin eftir átökin.
já þeir eru æðislegir ég sá einn í fiskó og missti mig alveg hann var meiraðseigja vanur að borða úr höndum hann var svona 10 cm mestalagi en ég lét poly senegalus duga
en það er alveg bókað mál að ég fái mér einhverntíman svona skepnu