pípó wrote:Djöfull eru þeir litfagrir,endar maður í þessu Vargur
Það enda allir í gotfiskunum þegar fullum þroska er náð.
Annars er ég búinn að ganga með diskusadelluna lengi í maganum en hef látið lítið bera á því.
Áhuginn kviknaði þegar ég heimsótti Guðmund Örn og skoðaði fiskana hjá honum og kynntist ástríðu hans fyrir þessum fiskum, það heillaði mig og þegar ég hef hitt hann síðar og þegar hann kom með nokkra fiska í búðina þá ákvað á endanum að prófa þetta einhverntíman.
Nú hef ég pássið og nenni að eiða aðeins meiri tíma í fiskana heima og ákvað að láta slag standa þegar ég rakst á þetta gullfallega unga par.
Nýbúarnir lofa góðu, eru ótrúlega róleg og skoða sig um í búrinu, hlaupa reyndar í felur þegar ég nálgast.
Ég veit ekki með aldurinn en þeir eru ca. 12 cm.
Þeir eru ekki lengi að stækka við góðar aðstæður, mig minnir að þeir nái fullorðinsstærð á 12-18 mánuðum.
Mér finnst þessir reyndar vera frekar litlir miðað við að vera orðnir par, hélt að þeir væru yfirleitt orðnir stærri þegar það gerist.
Þau eru búin að hrygna allavegana einu sinni en átu það reyndar strax.
Vona bara að þetta séu ekki tvær hrygnur.
Þeir eru núna í 75 lítrum, reyndar er búrið tvískipt 150 lítra búr og báðir helmingar eru á sömu dælu þannig þeir eru með 150 lítra af vatni.
Í hinum helmingnum er nokkur sikliðuseiði.
Fleiri myndir
Þetta eru reyndar óvanalega margar myndir af sömu fiskunum hjá mér enda er ég lítið fyrir að hrúga inn myndum sem sýna sama hlutinn en ákvað að gera undantekningu í þetta skiptið.
Last edited by Vargur on 26 Jan 2008, 20:46, edited 2 times in total.
Ég verð að játa að eins og þau hin þá hélt ég að þú værir að tilkynna að þú hefðir startað saltbúri og var að velta fyrir mér hvort ég ætti að fara að hafa áhyggjur af þér