skala fjölgun

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Vargur wrote:Það eru reyndar margir sem segast sjá muninn, td á hauslagi osf en ég held að það sé í mörgum tilfellum bara skot út í bláinn. Ef maður elur upp hóp þá getur maður fengið á tilfinninguna hvað eru karlar og hvað kerlur en eins og Keli segir þá þarf maður að sjá þá hrygna til að vera viss.
Sama með óskara og ótal aðra fiska - maður getur haft hugmynd um það með því að fylgjast með hegðun o.fl., en maður getur ekki verið viss nema horfa á þá hrygna. Fullt af fólki samt sem segist vera alveg handvisst á því :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Er svona að pæla, hvort er það kellingin eða kallinn sem passar best uppá hrognin/seiðin ? :oops: :?
Gabríela María Reginsdóttir
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það getur verið misjafnt, kerlan er yfirleitt nær hrognunum og passar að þau fái súrefni með því að blaka eyruggunum við þau en karlinn er í seilingarfjarlægð og stuggar við óboðnum gestum.
Það er fátt skemmtilegra en skalahængur sem tekur föðurhlutverkið alvarlega, frábært að sjá þessa rólyndisfiska sturlast og hreinlega stökkva upp úr vatninu til að ráðast á mann þegar maður nálgast með hendina.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

haha já minn skalahængur gerir það alltaf,, bara fyndið :)
Gabríela María Reginsdóttir
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Var svona að pæla (eins og alltaf :oops: ), skiptir ekki máli hvernig aðstöðu seiðin þurfa, eins og t.d þau eru núna í 110 lítra búri með foreldrum sínum, 2 brúsknefjum og 2 eplasniglum, og það er sandur í botninum :?, er ekki best að láta seiðin vera í búri með helst engu nema kannski kraftlítilli dælu, hitara og loftdælu ?
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Mín seiði Gúbbí og Sverðdraga eru bara í 10 lítra búri með hvorki hitara né dælu ég skipti bara um vatn á hverjum degi og set vatn ú búri sem er með hitara í.

Seiðin eru 60 :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Til hamingju "Sikliðan"

á nefnilega 30 lítra búr sem ég ætlaði að setja seiðin í, og var að spá í að setja þau í það, með engu, nema vera með hitara, loftdælu og kannski kraflítilli dælu, er það í lagi eða ? :)
Gabríela María Reginsdóttir
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

jájá það er í fínasta lagi :D gangi þér vel með seiðin :wink:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

takk fyrir og sömuleiðis :)
Gabríela María Reginsdóttir
Maren
Posts: 91
Joined: 03 May 2007, 20:11
Location: Hafnarfjörður/Reykjavík

Post by Maren »

svipað og er hjá okkur bara nema okkar er í ca. 10 lítra búri. En hitarinn og loftdælan er í rauninni nauðsynlegt svo þau stækki nógu hratt :) Síðan að sjálfsögðu fæðan, en ég mæli með frosnum brine shrimp eggjum.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Jább :D keypti frosin brine shrimp egg í fiskó í gær :)
Gabríela María Reginsdóttir
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Skala seiði þurfa mikið pláss sérstaklega ef hrygningin gengur vel.
Ég held að það verði alltaf bras að vera með allt að 200 seiði í 30 l. búri. :?
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

Þetta eru ekki beint 200 seiði, heldur um 50 eða e-h :?

og svoo þegar þau eru orðin þægilega synd, var ég að pæla að skella þeim bara aftur í 110 lítra búrið en er samt ekki búin að ákveða það, en samt er að fara að fá mér um 250 lítra búr fljótlega :), þannig vonandi reddast þetta allt saman ;)
Gabríela María Reginsdóttir
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Er ekki bara málið að leyfa foreldrunum að reyna sig í uppeldinu sjálfum og hafa seiðin hjá þeim í 110 l búrinu.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

jú ætli það ekki :), en er í lagi að hafa sniglana og brúsknefjana í sama búri ? :?

og er í lagi að hafa steina í búrinu ? :oops:
Gabríela María Reginsdóttir
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er fínt að vera með snigla og brúska í hreinsistörfum.
Það er betra að þrífa búr sem engin möl er en ef þú passar upp á vatnsgæðin þá er ekkert sem mælir gegn því að ala seiðin i búrinu.
Gaby
Posts: 399
Joined: 10 Jun 2007, 20:54
Location: 220 Hfj

Post by Gaby »

ertu þá bara að meina, að vera dugleg að skipta um vatn, og vera með loftdælu og þess háttar? :)
Gabríela María Reginsdóttir
Post Reply