sindris wrote:Ætli þeir sem eru svo að kjósa þekki ekki fiskana hjá hvor öðrum Erfitt að halda nafnleynd í svona litlum keppnum
Ég er nú ekki svo viss um það, ég er viss um að margir hefðu ekki þekkt flestar myndirnar í þessari keppni ef nöfnin kæmu ekki fram.
Persónulega hallast ég að nafnleyndinni til að leggja áherslu á að verið sé að kjósa mynd en ekki mann en er samt eiginlega sléttsama.
Mér sýnist flestir vilja hafa þetta nafnlaust þannig þá skulum við setja upp nafnlausa keppni.
Mönnum er þá óhætt að fara að senda mér myndir eða link á þær í einkapósti eða í tölvupósti á fiskaspjall@fiskaspjall.is
Vinsamlega merkið póstinn Ljósmyndakeppni II ´07
Valin verður ein mynd í lok árs úr öllum keppnum ársins og fær sigurvegarinn vegleg verðlaun sem verða tilkynnt síðar, einnig er möguleiki á aukaverðlaunum í einhverjum keppnum síðar.