
gullfiskavandamál
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
gullfiskavandamál
ég er með smá vandamál... málið er að ég er nýbúin að kaupa mér fiskabúr. 17l. og í því eru 4 gullfiskar. 2 svartir og 2 gulir. það er allt búið að ganga rosa vel þangað til núna fyrir nokkrum dögum. þá byrjaði einn guli fiskurinn að fá svarta bletti út um allt. það er bara eins og hann hafi ákveðið að hann vilji ekki vera gulur lengur. var að pæla hvort einhver viti eitthvað um þetta.. hvort þetta sé eðlilegt eða hvort hann sé kominn með einhverja veiki.. öll hjálp væri vel þegin 

Geturðu nokkuð smellt mynd af þessu?
Ef þú horfir vel á fiskinn, getur nokkuð verið að þessir blettir séu "lausir"? Þá gæti þetta verið fiskalús... Hvar eru blettirnir helst?
Þett gætu líka bara verið einhverjar litabreytingar. Ef þú tekur mynd og sýnir okkur, eins skýra og þú nærð, þá er auðveldara að segja til um hvað þetta sé.
Ef þú horfir vel á fiskinn, getur nokkuð verið að þessir blettir séu "lausir"? Þá gæti þetta verið fiskalús... Hvar eru blettirnir helst?
Þett gætu líka bara verið einhverjar litabreytingar. Ef þú tekur mynd og sýnir okkur, eins skýra og þú nærð, þá er auðveldara að segja til um hvað þetta sé.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net