1. Myndin sem þú vilt setja inn þarf að vera vistuð á netinu til að hægt sé að sýna hana á spjallborðinu. Fjölmargir aðilir bjóða fólki að hýsa myndir frítt, td. http://www.flickr.com/ eða http://s173.photobucket.com/ og einnig er þægilegt og fljótlegt að setja myndir sem eiga að birtast hér á spjallinu inn á www.fishfiles.net
2. Þegar myndin hefur verið vistuð á netinu þá þarftu að hægri smella á myndina og velja Properties og því næst dekkir þú slóðina(url) með músabendlinum, hægri smellir og velur copy.
Ath að sumar síður sem vista myndir birta slóðina til hliðar við eða undir myndunum og þarf þá að copya hana þar.
3. Þá ferðu aftur á innlegg þitt og copyar slóðina í innleggið.
Þegar slóðin er komin inn dekkir þú hana með músabendlinum og smellir svo á IMG hnappinn sem er annar frá hægri á spjallborðinu
(merktur með rauðum hring á myndinni hér fyrir neðan).
4.Þá ætti þetta að líta svona út.
Áður en þú sendir inn innleggið (senda) skaltu smella á skoða hnappinn til að skoða það. Innleggið birtist þá eins og það mun vera á spjallinu, ef myndin sést ekki þarftu að fara aftur yfir innleggið og lagfæra. Ef innleggið er eins og það á að vera smellir þú á senda hnappinn.
Vinsamlega póstið ekki myndum sem eru stærri en 640x480.
Myndir settar á spjallið.
Moderator: Vargur