Í gær keyptum við 3 nýja á heimilið, sem sagt 3 gúbbý fiska, sem ég sýndi myndband af á gotfiskum þar sem einn dó bara næstum í beinni.
En ég fór í dag og fékk aðra í staðinn fyrir hana og sá þarna risa kuðungasnigil, eða sem sagt eplasnigil. Og við bara nældum okkur í han líka.
Tók mun lengri tíma í dag að setja fiskinn ofan í bara til að vera alveg viss um að hún þyldi vatnið og gerði bara eins með snigilinn, sem virtist bara fíla sig í pokanum.
Eina sem ég veit um þennan snigil er að hann þrífur búrið.. fékk ekki meir en það. Og ég spurði einni hvað hann borðaði, bara það sem hann finnur eða er eitthvað spes sem hann vill?
ekki fékk ég neitt svalandi svar þar sem aðilinn sagði í öðru hvoru orði "ekki viss EN" lýst aldrei vel á þannig starfsmenn.
En snigillinn virtist lítast vel á búrið í fyrstu en svo bara kemst hann ekki upp glerið. endaði með því að hann fór út í eitt hornið í fílu. Bara hreyfir sig ekki, hélt í smá stund að hann væri dauður og potaði í hann og hann er á lífi... veit eitthver hvað skildi vera að? Hann er frekar stór. Er að fara að setja kartöflu ofan í um leið og hún er tilbúin, kannski hressist hann við það.
Skilst á sníkjudýrasniglunum að þeim finnst það gott...veit ekki með þennan epla snigil.
Ef það er eitthvað gott að vita um hann þá myndi ég gjarnan fá að vita það.
Btw, gúbbí karlinn og kerlingin sem komu í gær líða vel, karlinn reynir við allt sem hreyfist og gamli karlinn alveg sama um það, og nýja kerlingin er voða mikið í ræktinni(synda á móti dælunni) og önnur gamla kerlingin er eitthvað smá abbó út í hana, en er farin að slaka á. Nýjast gúbbý kerlingin sem kom klukkan 15: something líður bara mjög vel, og er rosalega frek hehe, alveg veit hvernig hún á að hegða sér þarna.
Já og eitt sem ég vildi spyrja um hana, við völdum hana með voða stórann sporð, dökkblár með aðeins ljósari bláann á sporðinum, svo þegar við vorum á leiðinni heim og loks komin ofan í búrið þá var hún rosalega stressuð... ég efast þetta en ætla samt að spyrja... ekki getur liturinn fölnað á þessum tíma? Finnst sporðurinn bara ekki með eins sterkann lit, karlinn minn segir að ljósið sé bara að þessu... hvað finnst ykkur.
(kræst hvað ég spyr alltaf að miklu
