Birkir 06-07 Ameríku síkliður

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er með bótíu í síkliðubúrinu og hún lætur hrognin í friði eða er hrakin burt, alla vega koma seiði. Þær eru mjög góðar í að losa búrin við sniglana og svo éta þær bara það fóður sem til fellur.
En ef þú sérð aldrei snigla hjá þér getur þetta verið eitthvað allt annað. Þeir geta verið alveg rosalega poggulitlir.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

sliplips wrote:Ég er með bótíu í síkliðubúrinu og hún lætur hrognin í friði eða er hrakin burt, alla vega koma seiði. Þær eru mjög góðar í að losa búrin við sniglana og svo éta þær bara það fóður sem til fellur.
En ef þú sérð aldrei snigla hjá þér getur þetta verið eitthvað allt annað. Þeir geta verið alveg rosalega poggulitlir.
einmitt. þessar kúlur/bólur á blöðunum (sjá mynd) er t.d. ekki sniglar...
Ætli ég verði ekki kominn með bótíur áður en þessi vika gengur í garð :oops:

.... þetta er nú meiri geðveikin.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Eru þessar kúlur/bólur hlaupkenndar?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

sliplips wrote:Eru þessar kúlur/bólur hlaupkenndar?
Neibb. Þeir voru frekar stinnar. Ég tók blaðið af þar sem allar þessar bólur voru. Henti þessu helvíti.

Nú er ég búinn að vera me slökkt á ljósunum í búrinu í tæplega 4 sólahringa (nema þegar ég gef fiskunum, og það er ofur lítið) en það sést ekki mikill munur á þörungunum. Væri alveg til í að sjá þessa þörunga hundskast sér.
********************************************************

Hins vegar þegar ég var að fóðra áðan þá tók ég eftir því að nánast öll hrognin sem demantasíkliðuparið var búið að hrygna, eru nú horfin :(
Það eru örfa á eftir á pottinu, sem þau gæta áfram.
Nú veit ég ekki hvað hefur gerst, kannski vörðu þau þau ekki nógu vel fyrir öðrum fiskum, kannski átu þau hrognin sjálf... kannski hafði "myrkrið" undanfarna daga áhrif á þetta allt saman?

Image
Image
Eins og þið sjáið þá er þetta nánast allt horfið, ef þið berið þetta saman við myndirnar skömmu eftir hryggninguna.
***********************************************************

Ein plantnanna sem ég keypti í fiskabúr.is fann sér stað í dag. Eftir að Hlynur sagði mér að þessi tiltekna planta myndi lifa nánast allstaðar þá ákvað ég að binda hana með brúnum tvinna, á stóru rótina í búrinu. Sjá myndir:
Image
Image
Nú væri gaman að heyra frá þeim sem þekkja til þessara plöntu og þeirra sem festa plöntur á svona rótarklumpa.
Gengur þessi frágangur minn á plöntunni upp?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Eigi hef ég sjálf svona plöntu fest en veit að hún mun festa rætur við rótina og tvinninn mun svo eyðast með tímanum.
Gefðu þessu smá tíma gæskur.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sennilega hefur einhver étið hrognin, kannski parið í byrjendamistökum eða þá að komið hefur fungus í hr-ognin og þá étur parið þau til að þau skemmi ekki útfrá sér. Þetta kemur allt hjá þeim, þau verða fljót af stað aftur.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Demantssíkliður gera það líka að þær færa hrognin á öruggari stað stutt eftir hrygningu
En mér finnst skrítið að þau tóku ekki öll hrognin ef þau færðu þau þá yfir höfuð
festivum
Posts: 45
Joined: 16 Jan 2007, 11:04

Post by festivum »

Birkir wrote: [...]
Hins vegar er ein plantan búin að lenda í ruglinu:
Image

Eru fiskarnir að narta í hana eða er þetta lús? Nú er ég ekki vel að mér í plöntufræðum.
jahh, ég er nú ekkert rosalega vel að mér í plöntufræðum heldur, en, hefuru velt fyrir þér hvort plantan gæti verið andsetin?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

"grenjað úr hlátri"
:lol:
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

BWWWWWWWWWWWHAHAHAHAHAHAHA!
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

HAHAHA!
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Gudjon wrote:hvað eru þær stórar hjá þér?
Ég hugsa að þær séu 4-5sm. Stækka ört.

Af parinu er það að frétta að öll hrognin (egg?) eru horfin. Það eru einhverjar leifar á pottinum en ég er ekki viss um að þetta séu hrogn (egg??). Þau eru samt enn að passa pottinn.
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

Í dag setti ég 200ml af Tetra AlguMin
Image
Til að fyrirbyggja meiri þörung í bili. Svona "kæfa þetta í fæðingu" fílingur. Annars er ég ekki mikil stuðningsmaður svona "lyfja" en læt reyna á það í þetta skipti. Hugsa að það skaði ekki.
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

Brúsknefjarnir eru enn í felum. Sé aldrei meira en 4 á flakki í einu og það er sjaldgæf sjón. :( Þeir eru 8.
>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>

Er búinn að vera með slökkt á ljósunum hátt í 4 sólahringa núna og ég bara nenni því ekki lengur. Það er svo leiðinlegt! Saknaði að fylgjast með þessu vistkerfi.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Í dag setti ég 200ml af Tetra AlguMin
Er ekki þörungirinn á hröðu undanhaldi eftir 4 daga ljósleysi ???
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Vargur wrote:
Í dag setti ég 200ml af Tetra AlguMin
Er ekki þörungirinn á hröðu undanhaldi eftir 4 daga ljósleysi ???
Ekkert áþreyfanlega mikið. Það er enn smá þarna. En það er engin hellingur. Vildi bara að þetta væri ekki þarna yfir höfuð!
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fékkstu slöngu í dag?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

sliplips wrote:Fékkstu slöngu í dag?
Ég fór í eina verslun, keypti reyndar tommustokk og málband en nei ekki slöngu. Dýragarðsgaurarnir eru að fá svo hrikalega þægilegt tæma/fylla unit með slöngu og öllu að ég ætla að bíta á jaxlinn og nota tertuhjálma, fötur og stuttar slöngur þangað til.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þú hefur svosem ekkert merkilegra að gera heldur en að burðast með þetta á milli
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Rut
Posts: 69
Joined: 11 Nov 2006, 13:38

Post by Rut »

:lol:
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

maður gétur lika horfa á það sem likamsrækt :D , þarft ekki einu sinni borgað fyrir það .....
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Já, Stephan og co. Ég tel það ekkert eftir mér að labba aðeins.

Munið eftir því þegar ég sagi að öll eggin væru hrofin?
í dag þegar ég vaknaði og kveikti á búrinu fór ég aftur að fylgjast með Demantaparinu og mér til töluverðar undrunar voru þau en að svamla í kring um pottinn. Þegar ég athugaði málið nánar sá ég að sandurinn iðaði. Kannaði það enn betur og sá þarna tugi augna hrystast og skekjast í kór. Sem sagt...SEIÐI! Svakalegt að sjá þetta. Ég átt ekki von á að þau yrðu límd við botninn.
Svo fór ég út að ditta að hlutum og sinna skyldum. Kom heim klukkan 2 í nótt og kannaði málið á nýjan leik. EITT seiði eftir :(
Svo fór ég á salernið og ræsti tölvuna eftir það, kíkti enn og aftur, viti menn seiðið horfið.
En foreldrarnir eru enn að svamla í kring um pottana og hrygnan er inn í botna pottinum svokallaða. Maður sér lítið inn í hann en ég held í vonina að seiðin séu þar.
Bömmer af því að ég var að starta seiðabúri.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

sagði ég ekki, foreldrarnir færa eggin á öruggari stað

Það gæti tekið foreldrana tíma að læra á þetta seiðastand
Ertu með barba í búrin? ef svo er fjarlægðu alla þá fjanda, því þeir eru fljótir að klára seiðatorfuna
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Uss uss :?
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

tja ég er ekki viss um að þau hafi fært egginn því að þau tvö fóru aldrei frá pottunum. Egginn voru ekki á pottinum en daginn eftir vara seiðahrúga upp við pottinn, í sandinum.

Það eru barbar þarna, alveg snælduvitlausir. 5 stk.

Ef þessi elska hrygnir aftur þá fara barbarnir í seiðabúrið á meðan seiðunum er komið upp.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Þetta er nú meiri sápan, gott fólk!
Eins og ég sagði þá voru öll seiðin drepin um daginn.
Hjó eftir því að önnur demantasíkliðan var mikið inn í brotna pottinum en ég gat ekki séð af hverju hún var þarna. En ég er möguega komin með skýringu þó svo að ég geti ekki sannað það.
... Það eru komin seiði í búrið sem synda og láta illum látum!
Þetta kom mér mjög á óvart því að eins og áður sagði hafði ég ekki séð þau í tvö daga og því var fleygt að tígrisbarbarnir hafi slátrað þeim en neinei, Ætli það hafi ekki verið svona 50+ seiði á sveimi í kring um foreldra sína.
Þetta var milli klukkan 2-3 í dag.
í allan dag hafa þó stóru eldmunnarnir gert harða atlögu að seiðunum og foreldrarnir haft fullt í fangi við að verja þau. Það er svakalegt að horfa á þetta en því miður erfitt að ná á mynd og myndband. Magnað að sjá eldmunnana skjóta fram eldrauðri "hökunni" þegar þeir æsast um og lenda í slagsmálum við demantana. En yfirleitt er það demantakerlinginn sem sparkar í rassgatið á þeim enda sést það vel á sporðunum á þeim.

Ég er búinn að koma upp seiðabúri en þegar ég reyndi að veiða seiðin í háf þá smjúga þau í gegn um götin á þeim. En ég reyndi að gera þetta með blóðugum afleiðingum vægast sagt!
Ég var kominn með dágóða gommu af þeim í háfinn og lyfri honum upp á yfirborðið en þegar hann var kominn úr vatninu smugu þau úr honum og syntu um yfirborðið í svona 10sek (vita auðvitað ekkert hvað þau eru að gera - og foreldrarnir á sínum stað á botninum að gæta hinna seiðanna... Nei nei, kemur tígrisbarbatorfann og átt ÖLL seiðin sem voru nýsloppin úr háfinum.
Þetta er svakalegt!

Nú eru undir um 20 seiði eftir í búrinu.


Image
Ef þið athugið glögglega þá eru seiði undir mömmunni.

Image

Image
Demantasikliða að verja seiðin frá firemouth! Mjög ánægður með aksjónina í þessari mynd.

>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>
p.s. ég er að skrifa þetta tæpum klukkutíma eftir að ég sendi þennan póst inn upphaflega. Einhverja hluta vegna eru hjónin búin að færa seiðin úr endanum þar sem pottarnir þeirra eru alla leið yfir í hinn endann. þetta er býsna löng leið og hafa nokkur seiði endað í munninum á börbum síðan hún hófst.
Venjulega koma barbarnir ekki nálægt pottunum. Bad parenting.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Birkir, þú getur notað slöngu til að sjúga seiðin úr búrinu, líkt og við vantsskipti.
Dælir þeim bara í fötu eða beint í seiðabúrið.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

sliplips wrote:Birkir, þú getur notað slöngu til að sjúga seiðin úr búrinu, líkt og við vantsskipti.
Dælir þeim bara í fötu eða beint í seiðabúrið.
* Ég skoða það síðar í dag án nokkurs vafa. Það eru enn um 15 seiða á lífi og á svamli. Firemouth fiskarnir 2 gera enn harða atlögu að þeim. Þetta er sálfræðistríð milli fiskategunda. Hrikalega gaman að fylgjast með þessu.

* Er byrjaður að hafa nettar áhyggjur af öðrum salvini fisknum. Hann hangir efst við yfirborðið í vinstra horninu og hefur sig lítið frammi. Lítur samt ekki illa út. Ég vil fá hann í fíling aftur.
:idea:

* Green Terror fiskarnir tveir eru enn langminnstu fiskarnir í búrinu. Annar þeirra er kominn með sár á hausinn sem nær yfir nánast allt höfuðið. Sýnist þetta vera eftir áflóg frekar en einhver sjúkdómur. Þessar elskur.

* Myndband. Tékkið á demantaforeldrunum verjast ágangi firemouth, til að verja seiðin sín. Myndbandið er mun dekkra á youtube en í tölvunni minni upphaflega sem er þónokkur bömmer. Ef þið vitið um aðra síðu sem dekkir ekki myndböndin svona mikið þegar maður vistar þau, endilega látið mig vita.
http://www.youtube.com/watch?v=YqsYvj0ZMC4

* Seiðabúrið er komið í bóka/plötuhilluna:
Image
Rúnar Haukur
Posts: 160
Joined: 13 Nov 2006, 19:13
Location: Akureyri - norðan við á
Contact:

Post by Rúnar Haukur »

Getur sent mér video-klippuna og ég geymt hana á mínum netþjón, er ekki með neina þjöppun eða slíkt þannig að hún ætti að vera eins þar og í þinni tölvu 8)
runar@runing.com er emillinn. - gæti samt verið að póstveitan þín leyfi ekki stórar skrár, hvað er hún stór ?
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

*
Image
Keypti þessar tvær í Dýragarðinum í síðustu viku. Mikið af flottum plöntum þar.

* Skipti um svona 10-15% af vatninu í fyrradag.

* Af seiðunum er það að frétta að öll voru þau étin nema þrjú. Ég náði að skella þeim í seiðabúrið.
Ég veit að þetta er lame seiðabúr þar sem að það er skraut í því og sandur en ég ákvað að hafa það svona til að gera það að stofuprýði. Sjá mynd af því í innlegginu mínu hér á undan.
Hins vegar virðist hitarinn vera í ruglinu. Hitinn í búrinu var kominn upp í 28 gráður. Samt er ég með hann stylltann á 25 gráður og nú síðast 24. Svo tók ég hann bara úr sambandi.
This just in: nú eru bara tvö seiði eftir. En þau eru hress.

*Í dag fór ég í fiskabúr.is til að til að versla slöngubursta. Kom út með þrjá Oscara, eina randabótíu og jú... slöngubursta!

*Svo fór ég í Dýragarðinn og keypti 2 brúskefja til að setja í seiðabúrið og láta þá sjá um matarleifar og annað.
Einnig verslaði ég eina randarbótíu og fjórar Sae til að ráðast á þörung og illa anda.

*Ég er hundfúll út í þá staðreynd að það sé einhver ljósbrún "kæfa" komin á sumar plantnanna þá sérstaklega á þessa:
Image
Hérna er hún græn og flott en það er ekki tilfellið núna:(
Væri gott að fá ábendingar um þessi mál.

*Einnig tók ég eftir því að rauður skítur var komin á nokkrar plöntur og það dugaði að hryssta þær aðeins og þá féll þetta til jarðar. Þetta liggur einnig aðeins á rótunum. Mjög leiðinlegt því að ég gef fiskunum aðeins tvisvar á dag og þannig að kornin sökkva aldrei á botninn.... ég lít alltaf eftir því að þeir éti hvert einasta korn.

*Það er mjög mikið líf í búrinu eftir þessar viðbætur. Rosalega magnað að fylgjast með Festae, a.k.a. Red Terror. Litirnir á þeim verða svo sterkir að það er bara uuuunun að horfa á.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Þetta verður bara flottara og flottara hjá þér

Til hamingju með Óskarana, þetta er góður fengur

Nú er bara að koma með myndir og heildarmynd væri ekki slæm
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

flestir plöntur fengja áfall þegar þú flytja þau, ég er oft buin sjá það. Enn aftur 2- 3 vikur ætla þau að taka þíg á og birja að batna stödugt.
Þegar hún gera það ekki þá liður sem ekki nóg vel.
Sem sagt - ljós er ekki nóg sterkt, það vantar áburðir, vantar hitti, off mikið hitti eða vantar kólsyra.....o.s.fr

þú þarft að komast i botn með það hvað vantar

:D
Post Reply