Núna er ég loksins búinn að læra að setja myndir hérna inn og ætla ég því að sýna ykkur myndir af búrunum mínum

Afsakið myndgæðin, er á frumstigi í þessum myndabransa og ekki með fullkomnustu tækni á heimilinu

Fyrst ætla ég að sýna ykkur fyrsta búrið sem ég keypti. Það er 200L og keypti ég það í fiskabúr núna í Desember:
Íbúar eru:
12x Cardinal neon tetrur
6x Black neon tetrur
6x Glow light tetrur
2x kribbar (nigerian red) par
3x Ancistrur
1x Eldhali (sem kveður reyndar búrið núna um helgina)
Í staðinn fyrir eldhalann er planið að fá sér 6-7 stykki af kopartetrum og annað kribbapar (super red)
Einhverskonar bakgrunnur væntanlegur

Búrið í heild:
Steinaupphleðsla, eldhali og kribbakarl:
Kribbakarl og einhver planta? (gætur kannski sagt mér hvaða svörtu blettir þetta eru og hvað ég er að gera vitlaust með hana

Jæja, næst er það 110L juwel record sem ég keypti líka í fiskabúr núna á útsöludögunum. Í því er Convict par í nátturuegu litunum. Það átti líka að vera albino convict par í því, en karlinn í nátturulegu litunum sætti sig ekki við það þannig að hann fékk að halda því með kellu sinni

Búrið í heild: (afsaka glampann þarna niðri)
Karlinn:
Konan: (sorry náði ekki betri

Og að lokum er það 60L búr með Albino-Convict parinu. Veit reyndar ekki alveg hvað ég ætla að gera við þau, en einhverstaðar verða þau að vera þangað til ég finn heimili handa þeim


Búrið í heild:
Parið :
Karlinn: (flott mynd að mér finnst)
Og þá er sagan öll


Þakka ykkur fyrir að skoða þráðinn minn, vona að þið séuð ekki brjáluð yfir myndgæðunum.
Takk fyrir