Jæja, alveg er ég orðin leið á þessu!!
Það er eitthvað að þessu vatni hjá mér!
Fékk hvítblettaveiki um daginn sem fóru rosalega illa í seiðin mín sem voru í svona litlugotbúri og alveg helmingurinn dó og ég fór um leið og ég sá þetta að tríta þeim gagnvart því og þetta fór alveg um leið, var ekki komið á neinn nema keilubarbana.
Svo fóru gúbbý liðið mitt að falla, dó einn eftir öðrum og ekki skildi ég þetta, svo sá ég loks á einni vera með hvíta himnu yfir augað og ég skrifa nú fyrst hér inni en enginn hefur svarað mér, þannig að ég hringdi bara í dýrabúðina sem ég keypti þær og mér var sagt að mögulega hafi hún ekki þolað vatnið, og á morgun eða hinn ætti ég að gá hvort hún sé ekki betri.
Ég var í vinnunni þegar ég hringdi og þegar ég kem heim er hún verri, komið yfir í hitt augað og svo smá á vörunni og svo sé ég eina gúbbýstelpu sem var nú bara hálfmygluð, eða sem sagt sporðurinn hennar!
Ég tek þær tvær og fer með þær í búðina og beint á gaur sem á nú að vera rosa góður í þessu og hann alveg missti andlitið. Sagðist nú ekki vera viss nkl hvað þettaværi en greynilega sýking. Hann lætur mig fá lyf, baktopur. Þessar tvær reyndar deyja um kvöldið, svo 2 dögum seinna voru 2 kerlingar dauðar í viðbót og einn karl
Jæja svo fór allt að lýta vel út en sólahring seinna þá sé ég að keilubarbarnir voru komnir aftur með hvítblettaveikina oooooh!!!
Jæja ok ég tríta þau með það og gær var seinasti dagurinn trítingunar. Neeeema hvað. flottasti karlinn sem ég vil kalla Flame og ein kerlingin eru farin að mygla!!!oooh hvað ég er pirruð!!!!
Jæja, ég gef þeim þá baktop og skipti næstum alveg helminginn af vatninu í dag hjá þeim og nú krossa ég bara fingur!!!!
Btw ég er farin að skipta um 2 könnur á dag til að vona að þetta fari nú að batna hjá þeim!
Ég er að verða klikkuð.
Ástæðan að ég vildi fiska er því þeir eru fallegir, margir hverjir skemmtilegir og gaman að fylgjast með þeim.
Pointið var ekki að vera að deyja úr stressi.
Já og btw, öll frjálsu seiðin eru dauð!
Á alveg um 70 seiði í leikskólanum sem betur...vona að þau séu í lagi!! því getiði hvað!!!!!!!!!!
2 gúbbý seiði farin að mygla rétt fyrir helgi, setti svona smá baktop og vona að allt sé í lagi núna því ég náði bara einum degi en ekki eins og er sagt í leiðbeiningum!því jú, helgin kom!
Svo er ég með 65 sverðdraga seiði þar ofan í
Börnin þvílíkt spennt yfir þeim
Jæja..ég held ég sé búin að fá mitt útrás...held ég hafi heldur ekki gleymt neinu!!!