Dracaena sanderiana

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Dracaena sanderiana

Post by RagnarI »

ég fékk þessa plöntu frítt með fiskasendingu sem dróst um viku. það versta er að ég veit EKKERT um hana og er afar lélegur í ensku þannig að allir þeir sem vita eitthvað um hana eru afar fallega beðnir um að ausa úr fróðleiksbrunnum sínum hér:

til dæmis:
er þetta erfið planta ??
er t8 white pera nóg ljós fyrir hana ??
hefur hún einhverjar sérþarfir ?

með fyrirfram þökk

Ragnar Ingi
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er planta sem er svosem ekkert svo erfið, en hún þrífst ekki allt árið í fiskabúri. Það verður að taka hana uppúr og setja í venjulegan pott á amk hálfs árs fresti, og hún verður að vera uppúr búrinu í 6 mánuði.

Pínu vesen, eiginlega auðveldara að hafa hana bara í stofunni alltaf :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

hún endist líka mjög sjaldnast 6 mánuði í vatni, safnar þörungi mjög auðveldlega á sig og verður þá frekar ljót. En þarf svosem ekki mikið ljós held ég. Þagar hún er í vatni, þá held ég að hún stækki ekki neitt, stækkar bara á þurru, því þarf hún voðalega lítið í vatni, hún er í raun bara hálfpartinn á pásu.
Post Reply