Get ekki hugsað mér að fólk þurfi að ganga í gegn um þá kvöl og pínu að hlaupa um með vatn í könnum, brúsum eða jafnvel tertuhjálmum!
En hér er það sem þarf til:
Millistykki á kranann
Krana:
Tekur svo efri hlutann af:
Skrúfar millistykkið á:
Slanga og svona dót sem passar á millistykkið (oftast selt saman í pakka)
Síðan er "dótinu" smellt á millistykkið:
Það er ekki flóknara en þetta og svo verður að passa upp á að ekki sé beygla á slöngunni.
Passa líka upp á að blanda vatnið áður en slöngunni er skellt í búrið. Það geri ég bara yfir vaskinum og skelli slöngunni í fötu á meðan ég hleyp að búrinu (sumum þætti e.t.v. betra að nota tertuhjálm).
Ath. líka þegar maður tekur slönguna af krananum að tæma vel yfir vaskinum svo ekki fari vatn um allt.