En ég er með 20 seiði í litlu búri. Sem einn gaur sagði mér nú að gera helst ekki, en ég þoli þetta gotbúr ekki, kerlingarnar eru svo forvitnar um þetta búr og eitthvervegin ná alltaf loftinu frá flotbúrinu þannig að það hallar og seiði komast upp úr. Voðalega leiðinlegt!!
En ég vil endilega fá öll heimsins ráð frá ykkur.
Ég er sem sagt með þetta í pínubúri með loftdælu. engum hitara, nema þegar ég sett vatn frá stórabúrinu yfir til þeirra, og þá er þeim þá heitt í 10-15 mín...ójeij... ekki er nú mikið ljós, er samt eitthvað en ekki gott.
Er eitthvað sem ég get gert, eða á ég bara að bíða þar til þeir eru nógu stórir? Og hversu stórir geta þeir verið þegar þeir loks komast til foreldra sinna á ný? Sem sagt svo þeir verða ekki étnir..þeir eru síðan um áramótin 16stykki og 4 stykki eru um vikugömul.
En ég sagði áður í öðrum þráð að í sumar fara öll seiði í stóra búrið því í sumar fáum við okkur STÓRThornbúr..hlakka svo tiiiil
