Hæ allir í mars set ég upp 400 l juwel. Í búrinu verður RTC sem að mun líklegast enda einn í búrinu .
Ég hef heyrt að margir spjallverjar séu að gefa monsterunum sínum nautahjörtu humar og sona fleira. Mínar spurningar eru...
Geta ekki komið sjúkdómar með hráa kjötinu?
Á ég að matreiða kjötið og hvernig, sjóða?
Ég gef fiskunum mínum núverandi bara rækjur og venjulegan fiskamat hvað annað get ég gefið þeim (kjöt, fiskur og þannig)?
Ég held að menn gefi hjörtun bara hrá.
Persónulega er ég ekki hrifinn af kjötfóðrun. Ég gef mínum helst fiskbita, humar með skelinni og lifandi eða dauða fiska ásamt venjulegum fiskamat fyrir stærri fiska.
Í sumar var ég mjög duglegur við að fara á bryggjuna og dorga í fóður, fínasta fóður og auk þess þrælgaman, ég skar svo bara fenginn í nokkra bita og gaf í búrið með haus og alles.
Það ættu ekki að koma sjúkdómar með kjötinu, ég held að öll sjúk dýr séu urðuð.
Ég myndi ekki gefa kjúlla eða svín þar sem þetta eru þekktir salmonellupésar.
Ef þú hefur nauta- eða kindahjörtu er betra að skera frá alla fitu og þær sinar sem þú nærð til.
Ef ég gef fisk er ég oftast með ýsu.
Síkliðan wrote:ok geta ekki verið sjúkdómar í hráa kjötinu t.d. salmonella eða eru fiskarnir ónæmir fyrir henni?
Salmonella er venjulega bara í fuglakjöti, og kannski svínum (eða amk einhver pest í svínum)
Það kjöt sem hentar best í fiskamat er nauts og kindahjörtu vegna þess hve lítið af fitu er í því. Maður vill ekki gefa kjöt sem hefur mikla fitu (t.d. hakk og svona), vegna þess að fiskarnir þola fituna illa, og vegna þess að fitan mengar vatnið hratt.
Í framhaldi af þessu væri gaman að vita hvort einhverjir séu að gefa kjöt og hvernig þeim líki.
Persónulega hef ég aldrei gefið gjöt og er ekkert að spá í að byrja á því.
Ég veit að Ólafur gaf arowönunni hjá sér hjörtu og lét vel að því.
Vitið þið til þess að það sé eitthvað sem mælir sérstaklega með kjötinu annað en fjölbreytnin ?
Ég gef nautshjarta svona 1x í viku, aðallega bara uppá fjölbreytnina því annars fengju arowanan mín og TSN bara rækjur... Helvítis púkarnir vilja ekkert annað
Ég get allavega sagt ykkur að Tangi, fiskbúðin í kolaportinu er oft með svona hráar rækjur með skel, haus og hrognum. Og svo líka soðinni heilli rækju með skel, haus og hrognum. Og svo bara ALLSKONAR fisk. Ekkert dýrt sko
En ykkur nýgræðingunum sem blóðlangar að elda oní fiskana ykkar bendi ég á Matreiðslubók heimilins eftir Kristjönu Skrollenheim . Annars er rétt að passa sig, væri ekki gott að fá Gin og klaufaveiki í búrin
Vargur wrote:Í framhaldi af þessu væri gaman að vita hvort einhverjir séu að gefa kjöt og hvernig þeim líki.
Persónulega hef ég aldrei gefið gjöt og er ekkert að spá í að byrja á því.
Ég veit að Ólafur gaf arowönunni hjá sér hjörtu og lét vel að því.
Vitið þið til þess að það sé eitthvað sem mælir sérstaklega með kjötinu annað en fjölbreytnin ?
Já ég gaf Arowönuni minni lambahjörtu á hverjum degi og rækju af og til en hún var ekkert sérstaklega hrifin af rækjuni en át hana stundum en kjötið flytir örugglega fyrir vexti þvi Hlynur er til vitnis um þvilikan vaxtarkipp hún tók á þessum 4 mánuðum sem hún lifði en hún fór úr 8 cm og i 34 cm á þeim tima
Það væri ekkert grín að fá gin-og klaufa í búrið maður.
Svo má ekki gleyma einu besta fæðubótarefni fyrir fiskana en það eru ánamaðkar, vísu erfitt að fá þá núna en eftir rigningar á sumrin er upplagt að fá sér gönguferð og tína nokkra maðka í fiskastóðið.
Það rifjast upp fyrir mér að fyrir um tuttugu árum síðan heimsótti ég animal, þá sat hann við fiskabúrið og var með ánamaðk í bandi og gaf fiskunum. Ég taldi hann vera orðinn algerlega glórulausann og að fiskamatur kæmi bara í dollum.
Það væri gaman að sjá svipinn á makanum ef maður færi að búa til mix ofan í fiskana, ánamaðka, fiskbita, baunir, rækjur, nautshjörtu osf.
Manni yrði sennilega vísað úr eldhúsinu.
Fyrir mörgum árum þá gerði ég út 350 litra skallabúr og ég fór ófáar ferðirnar út i garð og tindi maðk til að gefa þeim.
Aðal listin við að gefa maðk er að missa þá ekki niður i botnið þvi þeir grafa sig þar niður,drepast og úldna en skallin klikkaði ekki.Hann greip þá nánast alltaf en það kom fyrir að maður þurfti að vaða ofan i búrið og ná i "afganga"
já hafðu þá samt ekki mjög stóra, nema að fiskarnir séu stórir. Svo geturðu gefið froskunum hakk og smá kjöt með því að setja bandspotta í gegnum það og dingla fyrir framan hann svo étur froskurinn og þá dregurðu bandið útúr honum og hann kyngir