Uppboð á Puffer

Hér getur þú auglýst til sölu eða óskað eftir fiskum og fiskavörum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Locked
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Uppboð á Puffer

Post by Ólafur »

Ætla að setja á uppboð þennan Puffer.
Hann er liklega frá Asiulöndum og hann er nefndur Tetraodon steindachneri.
Þetta er ferskvatnspuffer og þykir sniglar og humar lostæti.
Hann er um 5 cm stór og samkvæmt bókum þá verða þeir um 6 cm stórir.
Hann étur nánast allan frosin mat eins og blóðorma og þvi likt en hreyfir ekki við þurrfóðri.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Tilboð skal pósta hér inn á þennan þráð eða senda mér einkaskilaboð fyrir Sunnudaginn 3. feb.
Lámarks verð er 1000 kr.
Hérna er mynd af kauða

Image
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
sono
Posts: 545
Joined: 06 Jan 2008, 16:40
Location: Reykjavik 112 , Grafarvogur

...

Post by sono »

hæ ég tek hann fyrir 1000 kjell
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Sono þú átt hæðsta boð sem stendur :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
sono
Posts: 545
Joined: 06 Jan 2008, 16:40
Location: Reykjavik 112 , Grafarvogur

...

Post by sono »

má sækja hann í kvöld?
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Nei það er heldur snemmt sono :)
Setti þetta inn i skilmálana og verð að standa við það:
"Tilboð skal pósta hér inn á þennan þráð eða senda mér einkaskilaboð fyrir Sunnudaginn 3. feb."

Kv
Lalli
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
sono
Posts: 545
Joined: 06 Jan 2008, 16:40
Location: Reykjavik 112 , Grafarvogur

okey

Post by sono »

okey ég er þá hættur við takk samt.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Útaf með sono :slæmur:
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég er sammála Ástu ekki draga sig í hlé þótt að þurfi að bíða í 3 daga


kommon maður :?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Sammála Ásta,hann á að fá - í kladdann.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Þetta er bara spurning um að standa við orðin sin :?
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

já mér finnst þetta bara pirrandi

Ef að þú vilt fiskinn þá tekuru hann ef ekki þá hreinlega sleppuru því að bjóða í hann :?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Image
Sono fær rauða spjaldið. :!:
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

:hehe:Hlynur þú getur gert allt fyndið
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

nene sono við fyrirgefum þér alveg er það ekki :)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
sono
Posts: 545
Joined: 06 Jan 2008, 16:40
Location: Reykjavik 112 , Grafarvogur

okey

Post by sono »

Fæ ég rautt spjald fyrir hvað ? ég vill fiskinn ef ég hefði geta fengið hann kvöld og væri jafvel til í að hækka boð mitt upp í 2 þúsund en er að fara úr bænum á morgun svo ég get ekkert sótt hann fyren eftir 2 vikur og þá er uppboðs timinn laungu búinn . Er þetta samt ekki bara á milli mín og þess sem er að selja.. vill ekki vera leiðinlegur en vissi ekki að þetta væri svona mikið hitamál fyrir öllum hérna inni?
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Sonon þetta er uppboð sem gildir i ákveðin tima og það hefði ekki verið neitt mál að senda þér fiskin út á land að loknu uppboði og mér finnst að þú hefðir átt að taka það fram þegar þú bauðst i fiskinn á annað borð hvort væri mögulegt að taka fiskin núna af þvi að...... en ekki afsaka þig eftirá Þegar allt er komið i óefni :?

En hvað um það uppboðið heldur áfram :)
Fiskurin er enn falur

Kv
Lalli
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: okey

Post by Vargur »

sono wrote:.. vill ekki vera leiðinlegur en vissi ekki að þetta væri svona mikið hitamál fyrir öllum hérna inni?
Þegar maður er þátttakandi í einhverju samfélagi þá verður maður að fylgja þeim reglum sem settar eru. Ólafur tók skýrt fram í auglýsingunni hvernig þetta væri og þá átt þú að virða það. Þú ættir nú að vita betur en margir hversu mikið hitamál auglýsingarnar eru.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Það er bara að áfría þessu til UEFA :) . Óþarfi að hakka strákinn í spað, en hvernig er hann að haga sér hjá þér, þekktir fyrir að geta verið andfélagslega sinnaðir
Ace Ventura Islandicus
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Ég held að það sé búið að eyðileggja þennan þráð sem uppboðsþráð svo ég loka þessu bara. Þessu uppboði er lokið.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Það ætti nú frekar að fara taka aðeins á þessari sérvisku hérna og pirringi yfir svona litlum málum, þetta fer bara að verða skemmandi fyrir spjallinu, svona hegðun er örugglega frekar fráhrindandi fyrir nýa notendur

p.s. "Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er"
Sem þíðir beint út að þú segir í þræðinum að þú gefur þér fullan rétt til að taka hvaða tilboði sem er, þú fékst tilboð um að fá 1000 fyrir hann yrði hann afhendur umræddan dag
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Squinchy wrote:Það ætti nú frekar að fara taka aðeins á þessari sérvisku hérna og pirringi yfir svona litlum málum, þetta fer bara að verða skemmandi fyrir spjallinu, svona hegðun er örugglega frekar fráhrindandi fyrir nýa notendur

p.s. "Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er"
Sem þíðir beint út að þú segir í þræðinum að þú gefur þér fullan rétt til að taka hvaða tilboði sem er, þú fékst tilboð um að fá 1000 fyrir hann yrði hann afhendur umræddan dag
Ég er algerlega ósammæala þessu og hef heyrt á þeim spjallverjum sem eru hvað virkastir að þeir eru langþreyttir á þessu bulli í söluþráðum. Þessi hegðun er víða vandamál og ekki bara á gæludýraspjallsíðum.
Nýjir notendur geta ekki vaðið uppi á svona síðum og gert bara það sem þeim sýnist, þeir verða að aðlaga sig að þeim anda sem er í gangi á síðunni og ég segi bara, ef smá agi í söluþráðum fælir einhvern frá þá farið hefur fé betra.

Varðandi réttinn til að taka hvaða tilboði sem er þá nýtti Ólafur sér það og ákvað að standa við skilmálana sem hann gaf upp en var alveg til í að selja Sono fiskinn þegar auglýstum tilboðsfresti lyki. Sono gerði tilboð miðað við það en breytti því svo. Mér þykir það undarlegt ef menn geta ekki beðið í nokkra daga eftir svona fisk. Ef ég þekki Ólaf rétt þá hefði hann alveg geymt fiskinn í nokkra daga þangað til Sono kæmi til byggða.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég get ekki betur séð en að þeir sem hafa verið hérna á spjallinu i þó nokkurn tíma séu einmitt þeir sem byrja að "Púa" og vera með leiðindin þeger eitthvað svona kemur upp á (þ.a.s einhver hættir við tilboð sem það sendi inn) og skemma þ.a.l söluðráðinn, Þótt að við höfum lent í nokkrum einstaklingum sem flestir vita hverjir eru, sem hafa stundað þetta trekk í trekk þíðir það ekki að við eigim að ráðast svona á nýa notendur sem kunna ekki til leiks, því það þarf ekkert að vera að þeir séu eins, það væri örugglega mun áhrifaríkara að senda viðkomandi aðila einkapóst um að svona lagað sé illa séð og biðja hana/hann um að passa sig að vera ekki með fljótfærni á spjallinu

En þetta er bara mitt sjónarhorn á þessu máli, þíðir ekkert að það sé eitthvað algildi um hvernig mál fóru :)

Það ætti kanski bara að setja upp svona guide line fyrir tilboðs þráðar uppsetningu :P

Og þá biðja þá sem hafa sent inn tilboð um að hafa eftirmála þess í gegnum einkapóst
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Fyrirgefið að ég set þetta hérna inn...

En ég held að allir séu búnir að gera sér grein fyrir alvarleika málsins og ég hef það sterklega á tilfinningunni að þetta eigi eftir að vera mun betra nú í náinni framtíð.

Árásir á fólk skapa bara leiðindi, og við nýgræðingarnir erum eins og nýfædd börn sem þurfa að aðlagast samfélaginu. Við megum þakka fyrir að stjórnendur, umsjónarmenn og þeir sem hafa verið hér frá byrjun taki okkur eins vel og þau gera.
Og þó eftir stuttan tíma, á ég þeim margt að þakka ;)

og til að botna þetta segji ég bara :
"FEISIÐI FRAM Á VIÐ, FORTÍÐIN ER AÐ BAKI"

TAkk fyrir
jæajæa
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

máið er dautt. "he's mine"
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

hef heyrt á þeim spjallverjum sem eru hvað virkastir að þeir eru langþreyttir á þessu bulli í söluþráðum
Ég get ekki betur séð en að þeir sem hafa verið hérna á spjallinu i þó nokkurn tíma séu einmitt þeir sem byrja að "Púa" og vera með leiðindin
Það er einmitt það sem Vargur er að reyna að segja, þeir sem hafa verið hér sem lengst eru hvað þreyttastir á þessu.

Uppboðsviðskipti fara ekki fram eins og þegar maður fer í Bónus að versla og hættir við einhvern hlut á kassanum.
Það er allt of mikið um að sama fólkið er að bjóða í hluti hér, ekki bara á uppboðsþráðum, og hættir svo við eða sækir ekki hlutinn.
Þannig ertu að gera sjálfan þig ótrúverðugan og ómerkilegan og það endar með vitleysu.
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

það var það sem ég gerði það er hafði samband við ólaf í ep og bauð í hann en jafn framt sagði honum aðstæður hjá mér og það var ekkert mál að geima hann þangað til ég næ í hann.

en alla vegna þetta er búið, gert og sagt og skulum við láta af hártogunum hér því það er ekki gott og kemur bara illu orði á alla þá góðu hluti sem hér eru að gerast. ekki satt?

jú ég er sammála mörgum hér að ef maður bíður í og hættir svo við ef varan fæst ekki strax kann ekki góðri lukku að stýra.

Uppboð eiga klárlega að fara fram í gegnum ep en ekki á borði sem gerir þetta mun meira spennandi. hver fær og hver ekki kemur engm við frekar en maður vill uppljóstra.

lifið heil og sátt við hluti
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þessi puffer er búinn að fá fína auglýsingu með þessum umræðum. :-)

Squinchy hefur nokkuð til síns máls og það er ekki bara einn aðili sem fer með þráðin í vitleisu.
Ég held að framvegis sé best að fólk skipti sér sem minnst af annara þráðum og stjórnendur sendi frekar þeim aðilum sem þurfa þykir einkapóst.
Ef fólk hefur einhverjar ábendingar um slæma heðgðun eða annað sem það vill tjá sig um þá endilega sendið mér einkapóst.

Ég læsi þessum þræði en bendi á að það er þráður um uppboðsmál í almennum umræðum ef einhver vill tjá sig um málið.

Ólafur, þú gerir bara nýja auglýsingu um pufferinn ef hann er ekki seldur. :)
Locked