Röfl Rodors

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Röfl Rodors

Post by Rodor »

Ólafur heldur uppboð og setur ákveðin skilyrði í því. Hann fær eitt boð frá sono uppá 1.000 kr. sem ætti að standa, ef ekki kemur annað hærra boð, en um klukkutíma seinna hættir sono við af því að hann fær ekki fiskinn strax. Sono gat lesið í uppboðsskilmálunum að fjórir dagar voru eftir af uppboðinu þegar hann býður í, þannig að það var ekki möguleiki að hann gæti fengið fiskinn strax. Að sjálfsögðu á hann að standa við sitt tilboð.
Svo er það þetta með þennan uppboðsþráð hans Ólafs, hann er að sjálfsögðu settur inn á söluþráð. En mér telst til að inni á uppboðsþræði Ólafs séu þegar þetta er skrifað 20 póstar, þar af lýsing Ólafs á uppboðinu, einn póstur, síðan kemur boð sono og svör Ólafs, svör og andsvör þeirra, fimm póstar. Svo tekur steininn úr eins og oft áður í þráðum, fjórtán póstar eru umræður um uppboðssiðferði ofl. ekki einn einasti af þessum fjórtán póstum eru tilboð.
Ég mæli því með að búinn verði til þráður þar sem hægt er að ræða þau mál sem eiga ekki beint erindi inn á viðkomandi þráð en eru að öðru leyti umræður honum viðkomandi.
Það væri kannski viðeigandi að sá þráður héti Röfl.
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

já, best að röfla líka smá ;)

Svo væri líka afbragðshugmynd að senda öllum einkapóst um reglur og þess háttar og minna fólk á að lesa auglýsingar vel áður en þeir koma með svör við auglýsingunni. Sem margir gera EKKI.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er alveg rétt, það skapast mikil leiðindi þegar eitthvað svona byrjar, stjórnendur og aðrir eru að reyna að leiðbeina fólki um ákveðna hegðun og oft er gott að gera það í viðkomandi þræði svo aðrir sjái.
Síðan bætast við skoðanir spjallverja osf.

Framvegis ætla ég að vera duglegri við að senda tilmæli í einkapósti til notenda og jafnvel eyða svona rofli úr söluþráðum, einnig geta þeir sem vilja haft söluþráðinn sinn læstan eða beðið mig um að taka til í honum.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: Röfl Rodors

Post by Ólafur »

Rodor wrote:Ólafur heldur uppboð og setur ákveðin skilyrði í því. Hann fær eitt boð frá sono uppá 1.000 kr. sem ætti að standa, ef ekki kemur annað hærra boð, en um klukkutíma seinna hættir sono við af því að hann fær ekki fiskinn strax. Sono gat lesið í uppboðsskilmálunum að fjórir dagar voru eftir af uppboðinu þegar hann býður í, þannig að það var ekki möguleiki að hann gæti fengið fiskinn strax. Að sjálfsögðu á hann að standa við sitt tilboð.
Svo er það þetta með þennan uppboðsþráð hans Ólafs, hann er að sjálfsögðu settur inn á söluþráð. En mér telst til að inni á uppboðsþræði Ólafs séu þegar þetta er skrifað 20 póstar, þar af lýsing Ólafs á uppboðinu, einn póstur, síðan kemur boð sono og svör Ólafs, svör og andsvör þeirra, fimm póstar. Svo tekur steininn úr eins og oft áður í þráðum, fjórtán póstar eru umræður um uppboðssiðferði ofl. ekki einn einasti af þessum fjórtán póstum eru tilboð.
Ég mæli því með að búinn verði til þráður þar sem hægt er að ræða þau mál sem eiga ekki beint erindi inn á viðkomandi þráð en eru að öðru leyti umræður honum viðkomandi.
Það væri kannski viðeigandi að sá þráður héti Röfl.
Sá þráður heitir Uppboðsþráður og er menn byrjaðir að tjá skoðanir sinar á þeim þráði
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Post Reply