Slagur

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Birgir Örn
Posts: 207
Joined: 03 Jan 2008, 20:55
Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára

Slagur

Post by Birgir Örn »

Ég er með 1 par af convict með seiði hjá mér og nú eftir að allt hefur verið í sómanum lengi þá fer kallinn að ráðast á kellinguna trekk í trekk, þannig nú er hún bara kominn út í horn og hreyfir sig ekki og ef hún vogar sér að hreyfa sig þá hjólar kallinn í hana. Svo þegar ég gef að borða kemur hann alveg á siglingunni að sækja mat og liggur við að hann stekkur upp úr
Er þetta bara eðlilegt eða? hvað á ég að gera í þessu?
Birgir Örn

396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Ég veit ekki baun um síkliður, en ég mæli með að þú takir annaðhvort uppúr eins og skot
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ertu alveg viss um að þetta séu ekki 2 kallar :)
Kallinn er oft árásargjarn við kerlinguna :x
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Birgir Örn
Posts: 207
Joined: 03 Jan 2008, 20:55
Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára

Post by Birgir Örn »

Síkliðan wrote:Ertu alveg viss um að þetta séu ekki 2 kallar :)
Kallinn er oft árásargjarn við kerlinguna :x
sem að ættleiddu 25 seiði þá

lesa fyrst pósta svo
Birgir Örn

396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

mæli með að þú setjir upp einhvað af hellum ef þú ert ekki með svoleiðis eða fjölgar þeim þannig að kvk hafi einhvað athvarf
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er algengt hjá convict, best er að taka kerluna upp úr og leyfa karlinum að ala seiðin.
Annað sem hefur virkað hjá mér er að láta parið styrkja böndin frá upphafi með sameiginlegum óvin, þá helst manni sjálfum. Ég atast aðeins í þeim og læt þau ráðast á hendina eða háfinn 2-3 sinnum á dag. Með þessu sýnist mér þau vera sáttari saman.

Hvað eru þau í stóru búri ?
Birgir Örn
Posts: 207
Joined: 03 Jan 2008, 20:55
Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára

Post by Birgir Örn »

115l sem var með mjög littlu skrauti þangað til núna áðan þá setti ég steina og rót í búrið og þá voru þau ágæt saman í smá tíma svo fóru þau aftur í sama horf en nú nær hún að fela sig meira fyrir honum

ég get komið henni í annað búr með fullt af tetrum er það ekki alveg í lagi? 125l búr ca. 25 tetrur
Birgir Örn

396l Convict, Black Band, JD, RT, Marmara Pleggi,Gibbi og fl.
60l Tiger Shovelnose og ancistur(grow out búr)
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

það ætti að vera í lagi, en myndi filgjast með til að byrja með það er útaf afföllum á tetrum
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
Post Reply