Búrið sprakk!

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

voða fínt :!:
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

Glæsilegt - "bland í poka" þarf ekki að vera rándýrt til að vera fyrir augað ;)
Mjög fallegt búr hjá þér og heilbrigðir fallegir fiskar :D
-gróðurinn er glæsilegur, hvaða næringu ertu að nota?
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Kristín F. wrote: -gróðurinn er glæsilegur, hvaða næringu ertu að nota?
Næringin (fyrir snefilefni, s.s. járn) er frá Tropica, Aqua Care (Plantenæring flydende). Mjög góð. Flest næring sem maður kaupir inniheldur mun færri snefilefni og sumt bara járn. Verst hvað þessi er dýr hér á landi.
Þegar flaskan af þessu klárast skipti ég yfir í Plantex CMS sem ég pantaði frá http://www.aquariumfertilizer.com/ enda mun ódýrara.

Ég er þess til viðbótar að gefa áburð fyrir nitur, fosfat og kalíum. Það geri ég með því að nota KNO3 og KH2PO4 uppleyst í vatni. Þetta fékk ég líka frá http://www.aquariumfertilizer.com/.

Svo er ég að bæta CO2 í búrið með því að nota Nutrafin CO2 ger kerfið en með minni eiginn gerblöndu.

Næringu/áburð gef ég eftir Estimative Index aðferðinni sem kveður á um 50% vatnsskipti vikulega og ríkulega áburðargjöf eftir ákveðnu kerfi.
Post Reply