Dælur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Dælur

Post by Karen »

Ég er með tvær Rena dælur sem eru fyrir 10-50 og 45-70 lítra og var að hugsa hvort ég gæti notað minni dæluna fyrir 54-55 lítra búr?

Takk takk :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú getur alveg notað hana, sérstaklega ef þú ert ekki með marga fiska í búrinu.
Þú þarft bara að þrífa svampinn oftar en vanalega.
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ok en það er ekkert mikið mál að þrífa svampinn er það?
Hef heyrt að það eigi bara að taka smá vatn úr búrinu og skola upp úr því og kreista vel. Er það rétt?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þessar dælur eru mjög þægilegar í þrifum osf.
Taktu vatn úr búrinu og kreistu svampinn í því, gerðu þetta bara nokkuð oft meðan þú ert með svona litla dælu.
Hér er fínasti fróðleikur um þessar dælur,
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=390
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Takk kærlega fyrir þetta Vargur :) kíkji á þetta :wink:
Post Reply