Fiskar sem hverfa

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Fiskar sem hverfa

Post by Anna »

Hvað verður um fiska sem hverfa?

Um daginn hvarf einn SAE hjá mér, kippti mér nú sosum ekki upp við það þar sem hann var nú ekki sérlega stór.

En í dag er kribbakarlinn horfinn!! :shock: Ég tók svona næstumþví allt uppúr búrinu, dæluna í sundur, lyfti rótinni og gramsaði í hellunum og hann er bara ekki í búrinu!! Ég sá hann um kl 23 í gærkvöldi síðast... Ég meina - hann er nú ekki sérlega lítill!

???

Anyone?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Hann getur bara hafa falið sig nógu vel. Ég tíndi óskarnum mínum um daginn (10 cm) og það var alveg góð ástæða... Mídas og Flowerhorn :)

Það fer lítið fyrir svona fiskum eins og kribbum þeir bara einhvernvegin sjást ekki :shock: :o
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Er ekki búrið lokað ? Sae eiga til að hoppa upp úr.
Annars er þetta algengt ef fiskar drepast af einhverjum ástæðum, hinir eru þá ótrúlega snöggir að gæða sér á hræinu, brúskar og sniglar eru sérstaklega snöggir í að láta öll sönnunargögn hverfa. :)
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Það bregst ekki að þegar ég fer í fiskabúð þá sé ég alltaf brúsknef vera að gæða sér á hræi í búrinu..
jæajæa
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Vargur wrote:Er ekki búrið lokað ? Sae eiga til að hoppa upp úr.
Annars er þetta algengt ef fiskar drepast af einhverjum ástæðum, hinir eru þá ótrúlega snöggir að gæða sér á hræinu, brúskar og sniglar eru sérstaklega snöggir í að láta öll sönnunargögn hverfa. :)
Jú, búrið er lokað.

Geta 2 hálffullorðnir brúskar og eitt barn látið 10 cm durg hverfa á 16 klst? ég er búin að leita af mér allan grun. Hann er ekki í búrinu.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þeir geta látið hann hverfa á mun styttri tíma. :)
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Já ég er ekki frá því að brúskakarlinn sé pattaralegri núna en í gær :? Hann liggur amk ekki á meltunni...

Get ég verið með demansoni par í 160 l búri?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Demasoni ganga í 160 lítra þó stærra búr væri góður kostur.
Par af þeim gengur sennilega ekki lengi, þetta er skæðir djöflar sem þurfa að vera margir saman í hóp, að mínu mati 10 eða fleiri.
Búr sem eru eingöngu með góðan slatta af demasoni eru með þeim fallegri og líflegri sem maður sér.
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Já, þetta eru flottir fiskar. En mundi ég geta haft 10 demansoni með ancistrum og SAE í 160l?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já já.
Post Reply