Steinar í fiskabúrið!

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
voffi.is
Posts: 93
Joined: 21 Jul 2007, 21:08
Location: Reykjanesbær

Steinar í fiskabúrið!

Post by voffi.is »

Þið sem vitið meira en ég:

Hvernig steina er hægt að taka úr náttúrunni og setja í búrið? Er hægt að taka hvernig steina sem er? Nú eru þeir úr mismunandi efnum sem gætu losnað út í vatnið og svo er spurning um að fá einhverjar bakteríur í búrið. Er ekki nauðsynlegt að sjóða steinana áður eða a.m.k. hella yfir þá sjóðandi vatni til að drepa allt kvikt?

Ef einhver veit um þetta væri ég þakklát fyrir upplýsingar, maður sér svo marga fallega náttúrusteina sem væri gaman að setja í búrið!

Takk fyrir, kveðja.
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Það er hægt að nota allir íslensku steinar í fiskabúr áhættulaus. Spurði sérstakt einn efnafræðingur út i það. Ég mundi hringsa þau vel af drulli og svo eftir á að hellu yfir þau sjóðandi vatnið þá ætli það vera i toplagið.
Virkaði minstu kosti hjá mér mjög vel.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af slíku, nema mögulega ef steinn er tekinn úr skítugu umhverfi s.s olía og önnur efni
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Ég las það hér að rauða mölin í heiðmörk sé hættuleg, en rauða mölin í grímsnesi sé í lagi...
jæajæa
Post Reply