Birtubúr... nýjar myndir 13.08.09

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ertu byrjuð að mynda nakin aftur ?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

HAHAHAHAHAHA
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ruslaði aðeins til í búrinu í dag. Keypti nýja plöntu í fiskabur.is sem ég veit ekki hvað heitir en flott er hún.
Svo keypti ég 5 kardinála sem hurfu sporlaust og þá líklegast sem sushi fyrir gúramann og skallana :? Þeir voru ansi smáir í Fiskó en strákurinn sem afgreiddi mig hefur líklegast hitt á þá allra minnstu. Ekki kenni ég honum þó um hrakfarir þessar.
Tók nokkrar myndir áðan en mér finnst ég alltaf vera að taka sömu myndirnar, það getur þó vel verið að einhver hafi gaman af þessu.
Ég er næstum því ánægð með búrið, það verður kannski fullkomið í næstu tilraun.

Image

Image

Image

Image

Image

Image
Þessa mynd hér að ofan varð ég að láta fljóta með. Svarttetran var eitthvað að geifla kjaftinn og mér fannst hann svo piranalegur.

Image

Image

Image

Image
Það eru 6 eða 7 svona, man ekki hvað þessir fiskar heita.

Image

Image
Búrið eins og það er núna.

Image
Plantan sem ég fékk í fiskabur.is í dag.

Image
Lotusinn vex hægt enda frekar lélegt ljós.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Eru þetta ekki Venusarfiskar Ásta ???
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Jú, það gæti bara alveg passað hjá þér jeg.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Hehe sonur minn sem er 8 ára benti einmitt á fiskana og spurði eru þetta ekki fiskar eins og við eigum ??
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Flott búr hjá ykkur mæðgum!

(sniðug aðferð við að taka myndir Ásta, ég ætti kannski að prufa þetta, næði kannski betri árangri)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

piranha myndir af svarttetrunni er frábær :D
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það bættist í búrið í gær krúttlegur pleggi, svartur með hvítum doppum. Fékk hann í Fiskó (skildi meira að segja peningana eftir úti í bíl því ég ætlaði EKKI að kaupa neitt).
Það liggur við að ég sé farin að fela fiskana fyrir kallinum, alveg eins og alkarnir fela flöskurnar hist og her :o

Myndir fljótlega.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

hahahaha :lol: hlakka til að sjá myndir af nýliðanum :)
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Það er bara eitt sem bregst ekki.. Ef konur fara í búðir koma þær alltaf með eitthvað út, hvort sem það er planað eða ekki :wink:
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég veit það!
Og alveg sama hvort við skiljum veskin eftir úti í bíl eða heima, alltaf reddum við okkur 8)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Setti nýja peru í búrið um daginn, held það hafi verið Warm Light og ekki er hægt að segja að birtan sé spennandi.
Það er eins og búið sé að pissa í búrið enda hafði réttmætur eigandi orð á því. Þessi birta á þó að gera gróðrinum gott svo ég ætla að hafa hana eitthvað áfram.
Þá fór ég í Dýragarðinn í gær og fór út með plöntu (þó ég hafi skilið veskið eftir í bílnum) :roll:

Nú fara alveg að koma myndir af nýja gaurnum, hann heldur sig yfirleitt bakatil svo það er erfitt að ná honum.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Ásta wrote:Setti nýja peru í búrið um daginn, held það hafi verið Warm Light og ekki er hægt að segja að birtan sé spennandi.
Það er eins og búið sé að pissa í búrið enda hafði réttmætur eigandi orð á því. Þessi birta á þó að gera gróðrinum gott svo ég ætla að hafa hana eitthvað áfram.
Þá fór ég í Dýragarðinn í gær og fór út með plöntu (þó ég hafi skilið veskið eftir í bílnum) :roll:

Nú fara alveg að koma myndir af nýja gaurnum, hann heldur sig yfirleitt bakatil svo það er erfitt að ná honum.


hvernig borgaðiru fyrir þetta? :wink:

Hlakka til að sjá myndir!
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

hvernig borgaðiru fyrir þetta?
HAHAHAHAHA :wink:
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Rodor wrote:
pípó wrote:Ok ég sé að vélin hjá syninum er EOS 400D er það eitthvað svipuð vél ? ( hef ekkert vit á þessu) :oops:
Stilltu vélina bara á P eða græna ferninginn og byrjaðu að skjóta :)
Ef þú vilt neyða flassið upp þá gerir þú það á flasstakkanum. Mig minnir að hún verði að vera stillt á td. P til þess að hægt sé að neyða flassið upp.

Image
Getur haft hvaða stillingu sem er á hjólinu til að setja upp flassið
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Squinchy wrote:Getur haft hvaða stillingu sem er á hjólinu til að setja upp flassið
Ekki alveg... Ef maður er með á Auto, þá ræður maður engu um flassið, getur ekki skotið því upp nema myndavélin ákveði að skjóta því upp.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hér er nýjasti gaurinn

Image
Image

Og nýja plantan, hún lítur betur út í raun en á myndinni.
Image

Ég er orðin mjög hrifin af þessum
Image

Image

Þessir myndast alltaf vel
Image
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Þetta er bara æðisgengislega flott hjá þér.

Langar ekki smá mikið í svona sverðdraga með þessum slör þarna hehe
hvar fékstu hann?

Held samt það sé ekki pláss eins og er í búrinu, en gott að vita það upp á framtíðina að gera.


En vá hvað ég bláöfunda þig með góða myndavéla gæði.

Verð að næla mér í svona vél!!

Og þá get ég virkt mitt spjall um mína fiska hehe


En er alveg sammála að við kvk getum ekki farið inn nema með að taka eitthvað út, fór í dýrabúð í gær og vínkona mín var að vinna og sýnir mér nýju fiskana og ég þurfti alveg að klípa í mig í að hlaupa ekki og ná í veskið!! svo þegar ég fer gargar hún "sjáumst á morgun" hélt ég myndi suða í karlinn og koma næsta dag hehe
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég fékk þessa lýrusverðdragara hjá Forsetanum en hann auglýsti þá hér á spjallinu. Ég er alveg rosalega ánægt með þá en því miður kem ég ekki til með að fá neitt undan þeim því þeir eru með svo stóra drj**a að þeir gagnast engri kerlu.

Maðurinn minn vill meina að þessi kaupsýki sé kynsjúkdómur :roll:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ásta wrote: Maðurinn minn vill meina að þessi kaupsýki sé kynsjúkdómur :roll:
ég held að það sé bara vegna greiðslumátans hjá þér. :D
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Hehe mynd af D-------m mig langar svo til að sjá kaupsýki,annars mjög flottir fiskar
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Vargur wrote:
Ásta wrote: Maðurinn minn vill meina að þessi kaupsýki sé kynsjúkdómur :roll:
ég held að það sé bara vegna greiðslumátans hjá þér. :D
Hahahaha, þarna komst upp um mig :oops:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það bættist aðeins í búrið um helgina.
Ég reif mig upp á rasshárunum á laugardaginn og skrapp í smá búðarferð áður en ég fór í sumarbústað.
Byrjaði á að fara í Fiskó og keypti rauðan bardagafisk og kellingu og í Dýralíf keypti ég Royal plegga sem fór í þetta búr.
Myndir við tækifæri :-)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Til hamingju með Royalinn og hina :D
Hlakka til að sjá myndir
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Allt í einu óx drjóli á eina "sverðdragakerluna" þannig að kynjahlutföllin eru eitthvað að breytast í þessu búri.

Annars er flest við það sama, er með 3 seiði sem ég get farið að sleppa í búrið og svo er ég með 2 kellur í gotbúri og bíð eftir að þær skjóti úr sér.
User avatar
siggi86
Posts: 639
Joined: 27 Mar 2008, 19:39
Location: Húsavík

Post by siggi86 »

Vargur wrote:Ertu byrjuð að mynda nakin aftur ?

Ég skil ekki þetta djók???
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hehhh, þetta spannst út frá einhverju rugli á bls. 2.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Brynja wrote:
Ásta wrote:Setti nýja peru í búrið um daginn, held það hafi verið Warm Light og ekki er hægt að segja að birtan sé spennandi.
Það er eins og búið sé að pissa í búrið enda hafði réttmætur eigandi orð á því. Þessi birta á þó að gera gróðrinum gott svo ég ætla að hafa hana eitthvað áfram.
Þá fór ég í Dýragarðinn í gær og fór út með plöntu (þó ég hafi skilið veskið eftir í bílnum) :roll:


hvernig borgaðiru fyrir þetta? :wink:
Ég var að lesa yfir þráðinn og fattaði nú hvað þetta lítur skringilega út, en að sjálfsögðu hljóp ég út í bíl til að sækja veskið svo ég gæti borgað fyrir plöntuna með peningum. :lol:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hér eru nokkrir gaurar sem ég var ekki búin að birta myndir af:

Image

Image

Image
Post Reply