Næturljós

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Næturljós

Post by Andri Pogo »

Nú er ég með græju við búrið mitt sem heitir Sunriser.
Þetta er lítil "tölva" sem hermir eftir sólarupprás og sólarlagi með því að dempa ljósin hægt niður í ~5% birtu að kvöldi til og svo aftur uppí fyrirframákveðið birtustig að morgni.
Svona heldur þetta áfram á 12 tíma fresti.
Þetta tæki er líka með innbyggðum dimmer sem ég er yfirleitt með í 50-70% stillingu.

Nú var ég að spá hvort svona næturljós hafi einhver neikvæð áhrif.
Ég hef nefnilega verið að slökkva ljósin áður en ég fer að sofa og kveiki svo aftur næsta morgun/dag.
Stundum hef ég þó næturljósið á alla nóttina.
Ætlaði alltaf að tengja timer á ljósin þannig að næturljósin væru i gangi i nokkra tíma og svo slökkt yfir hánóttina en hef ekki farið í það enn.

Helstu áhyggjurnar tengjast þörungavexti eða einhverju neikvæðu tengt plöntuferlinu.
Ef svona dempað ljós hef ekki neikvæð áhrif vil ég helst hafa það í gangi og hafa aldrei alveg slökkt í búrinu. Þetta á jú að herma eftir "náttúrulegu mánaskini".

Þetta er græjan:
Image

og smá texti sem ég fann:
Med den nye Effect-Line Sunriser har du mulighed for at skabe en computerstyret solop- og solnedgang i dit akvarie. Ved hjælp af to trykknapper og en drejebar knap, bestemmer du hvornår solen skal stå op, hvornår den skal gå ned, og ikke mindst hvor kaftigt lyset skal være.
Sunriseren er med til at forbedre dine fisks velfærd, den kan modvirke stress, da du undgår pludselige lysforandringer og den giver en naturlig månebelysning om natten.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Eina slæma sem ég get ímyndað mér er að perurnar klárast 50% fljótar.. :)

Er þetta ekki bara ööörlítil týra sem er þegar þetta er í 5%?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

neinei þetta er alveg mikið meira ljós en ég bjóst við.
Mikið rökkur svosem en allir fiskar sjást mjög vel.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Geturðu ekki látið þetta slökkva alveg á ljósunum?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

nei, en einsog ég sagði þá gæti ég tengt ljósin sjálf á timer til að slökkva alveg eftir að dimmerinn hefur gert sitt.
-Andri
695-4495

Image
pjotre
Posts: 76
Joined: 22 Nov 2007, 18:56
Location: Reykjavík

Post by pjotre »

hva kostar svona graeja og hvar keyptiru hana :D
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

pjotre wrote:hva kostar svona graeja og hvar keyptiru hana :D
dimmerinn er ódýr, færð hann í dýragarðinum. Hinsvegar þarftu að vera með akvastabil ljósastæðu sem er dimmable, þetta virkar ekki með öðrum ljósum held ég.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
pjotre
Posts: 76
Joined: 22 Nov 2007, 18:56
Location: Reykjavík

Post by pjotre »

okey :(
325l-óuppsett
56l-kribba par,21x tetrur,1xgullpleggi ,1xancistra,3xtrúðabótía,2xeplasnigill
14l-2xhumar
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þetta á ekkert að hafa slæm áhrif að hafa þetta í gangi allan sólarhringinn, bara meðan fiskarnir fara á sína venjulegu hvíldar staði og allt er rólegt þá er þetta ekki að hafa áhrif

en ef þú tengir tíma stillir við þetta þá núllstillist innri klukkan í þessu og tíminn rugglast ekki satt ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

neibb.. ég tengi ekki tölvuna sjálfa við timer heldur ljósin sjálf.
Það koma 2 snúru úr hverju ljósauniti, rafmagnið annarsvegar og tölvutengið hinsvegar.
Þannig að ég get alltaf slökkt ljósin beint án þess að það hafi áhrif á tölvuna.

En hefur svona dauft ljós engin slæm áhrif á plöntuferlið?
ég man ómögulega hvað þetta kallast en þegar plöntur draga í sig x á daginn/í birtu en gefa frá sér y á næturnar/í myrkri
-Andri
695-4495

Image
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

plöntunar framleiða súrefni i birtu og taka up kólsyra. Á nóttinu snúast þau við og hafa það eins og fiskar - framleiða kólsyra og taka up súrefni.

Það gétur hafa áhrif á plöntuvextin , enn það er ekki alveg viss. Það gengur aðallega um að profa. Svo held ég er ljósið of veikt til að þau munda alltaff framleiða súrefni- til þess þarf virkilega sterkt ljós - frekar gétur hafa "veikt" ljós áhrif á hvild plönutar og með þvi vera vöxt.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ok takk fyrir það stephan, ég held ég prófi bara að hafa næturljósið alltaf á.
Það virðist a.m.k. vera nógu dauft fyrir fiskana því jafnvel mestu felufiskar fara á stjá.
-Andri
695-4495

Image
Post Reply