Þetta er lítil "tölva" sem hermir eftir sólarupprás og sólarlagi með því að dempa ljósin hægt niður í ~5% birtu að kvöldi til og svo aftur uppí fyrirframákveðið birtustig að morgni.
Svona heldur þetta áfram á 12 tíma fresti.
Þetta tæki er líka með innbyggðum dimmer sem ég er yfirleitt með í 50-70% stillingu.
Nú var ég að spá hvort svona næturljós hafi einhver neikvæð áhrif.
Ég hef nefnilega verið að slökkva ljósin áður en ég fer að sofa og kveiki svo aftur næsta morgun/dag.
Stundum hef ég þó næturljósið á alla nóttina.
Ætlaði alltaf að tengja timer á ljósin þannig að næturljósin væru i gangi i nokkra tíma og svo slökkt yfir hánóttina en hef ekki farið í það enn.
Helstu áhyggjurnar tengjast þörungavexti eða einhverju neikvæðu tengt plöntuferlinu.
Ef svona dempað ljós hef ekki neikvæð áhrif vil ég helst hafa það í gangi og hafa aldrei alveg slökkt í búrinu. Þetta á jú að herma eftir "náttúrulegu mánaskini".
Þetta er græjan:

og smá texti sem ég fann:
Med den nye Effect-Line Sunriser har du mulighed for at skabe en computerstyret solop- og solnedgang i dit akvarie. Ved hjælp af to trykknapper og en drejebar knap, bestemmer du hvornår solen skal stå op, hvornår den skal gå ned, og ikke mindst hvor kaftigt lyset skal være.
Sunriseren er med til at forbedre dine fisks velfærd, den kan modvirke stress, da du undgår pludselige lysforandringer og den giver en naturlig månebelysning om natten.