Var að gefa fiskunum mínum að éta fyrir 5 mín síðan og tek eftir því að ein gúbbý kerlingin sem ég keypti í gær er eitthvað veik..eða eitthvað.
Hún allavega er með þykkahvíta himnu yfir öðru auganu. hvort eitthver hefur reynt að bíta hana eða hvort hún sé með sýkingu...ekki hugmynd og þar sem allt er auðvitað lokað núna get ég ekki hringt þangað sem ég keypti hana.
Og er virkilega að vona að eitthver af ykkur getur svarað.
Rosalega þykk himna yfir öðru auga, rétt sé glitu í augað sjálft og þetta hvíta stendur smá út eins og eitthver hefur nartað í það. sem sagt bitið, togað og sleppt.
Skoðaði alla hina og ekkert virðist vera að, og hún er stálhress fyrir utan hvítuna.