Það er bara nýskeð hjá mér að vatnið í búrinu er orðið þokukennt. Veit af hinum þræðinum hér fyrir neðan en fann engin svör þar sem upplýsingar vöntuðu.
Því ætla ég að leggja fyrir ykkur þessa fyrirspurn með eins ýtarlegur upplýsingum og ég get og vona að ég fái svör við þessu

Ekki gaman að hafa vatnið svona. En fyrst koma þrjár myndir:
Svo ein sem er tekin beint inní hliðina á búrinu:
Og svo ein tekin beint inn í búrið á plöntuna:
Ég er ekki búinn að setja neitt nýtt í búrið nýlega en ég skipti um vatn fyrir þrem dögum síðan og skafaði þörunginn af framglerinu með glersköfu.
Þetta búr hefur verið í gangi síðan á þorláksmessu, ekki sérlega langt síðan. Spurning hvort ég eigi að skipta um vatn oftan, geri það vikulega og þá 45 lítra í hvert skipti (búrið er 200L).
Hvað segið þið hafið þið einhver ráð við þessu? get því miður ekki mælt nítratið þar sem ég er ekki með svoleiðis græju ne þekkingu en ph-ið er í lagi, eða rétt yfir 7... Og já, ég gef þeim þrisvar á dag og alls ekki of mikið þar sem lítið sem ekkert fellur i botninn, og það sem fellur er étið stuttu seinna yfirleitt.
Þakka fyrir mig.