Ég er með einn kk gubby sem ég var að fá í dag en ég held að hann sé í einhverju einelti og hann er tættur á sporðinum og ég held að ég hafi séð sár á honum þannig ég setti hann í 3L aukabúr og var að spá hvað ég get gert til að halda honum á lífi
Ólafur wrote:Bara svona þér til fróðleiks þá finnst sikliðum gubby algjört lostæti svo það gæti fækkað verulega i gubbyliðinu eftir þvi sem skallarnir stækka
Kv
Lalli
Hehe ég er þá heppin með mína skala, þeir eru ágætlega stórir og eru tveir saman í búri með 3 gúbbíum og 2 gúrömum og allir eru vinir vissi þetta ekki einu sinni þar sem að þeir hafa alltaf verið svo rosalega til friðs hjá mér en ég er bara fegin
Já þeir (skallarnir) eiga til að narta i minni fiska enda eru þeir svona semi aggresivar sikliður svo það er gott að vita af þessu enda hef ég oft séð mina hérna áður fyrr með sporðana hangandi út um kjaftin á sér.
Í þessu samhengi skiptir miklu máli hvor var á undan í búrinu, það er alveg hægt að hafa þessa fiska saman sérstaklega ef þeir alast upp saman, en ef þú setur gubby eða t.d litla tetru útí hjá skala eru miklar líkur á því að hann skoði allavegana fiskinn og þá með jafnvel með narti og svoleiðis og þegar hinn fiskurinn flýr þá verður hann bara "áhugaverðari" = meira nart og þessháttar og jafnvel étinn.