Tættur fiskur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Tættur fiskur

Post by Karen »

Ég er með einn kk gubby sem ég var að fá í dag en ég held að hann sé í einhverju einelti og hann er tættur á sporðinum og ég held að ég hafi séð sár á honum þannig ég setti hann í 3L aukabúr og var að spá hvað ég get gert til að halda honum á lífi :(

Getur einhver hjálpað greyinu ? :)
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

hvað er annað í búrinu?
Ace Ventura Islandicus
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

það eru:

1xskali
2xgullgúramar
7xdanio
2xfiðrildasíkliður
ca. 5xgubby (tel þann meidda ekki með)
1xbrúskur
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Bara svona þér til fróðleiks þá finnst sikliðum gubby algjört lostæti svo það gæti fækkað verulega i gubbyliðinu eftir þvi sem skallarnir stækka :)

Kv
Lalli
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ég er einmitt að hugsa um að losa mig við skalann því hann er eiginlega böggarinn í búrinu :?
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Ólafur wrote:Bara svona þér til fróðleiks þá finnst sikliðum gubby algjört lostæti svo það gæti fækkað verulega i gubbyliðinu eftir þvi sem skallarnir stækka :)

Kv
Lalli
Hehe ég er þá heppin með mína skala, þeir eru ágætlega stórir og eru tveir saman í búri með 3 gúbbíum og 2 gúrömum og allir eru vinir :) vissi þetta ekki einu sinni þar sem að þeir hafa alltaf verið svo rosalega til friðs hjá mér en ég er bara fegin :)
200L Green terror búr
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Já þeir (skallarnir) eiga til að narta i minni fiska enda eru þeir svona semi aggresivar sikliður svo það er gott að vita af þessu enda hef ég oft séð mina hérna áður fyrr með sporðana hangandi út um kjaftin á sér. :)

Kv
Lalli
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Í þessu samhengi skiptir miklu máli hvor var á undan í búrinu, það er alveg hægt að hafa þessa fiska saman sérstaklega ef þeir alast upp saman, en ef þú setur gubby eða t.d litla tetru útí hjá skala eru miklar líkur á því að hann skoði allavegana fiskinn og þá með jafnvel með narti og svoleiðis og þegar hinn fiskurinn flýr þá verður hann bara "áhugaverðari" = meira nart og þessháttar og jafnvel étinn.
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Eru ekki sauðir í hverri fjölskyldu ;)
jæajæa
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

animal wrote:Í þessu samhengi skiptir miklu máli hvor var á undan í búrinu,
Skalinn var á undan en ég fékk líka einn annan kk gubby og síkliðurnar og þau eru í lagi :?
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Líka spurning um hvernig hver einstaklingur hegðar sér þegar hann kemur í búrið, svo líka er þetta bara svona Rúlleta, 1 étinn hinn ekki :x
Ace Ventura Islandicus
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

hef ákveðið að losa mig við skalann og hann er til sölu
Post Reply