Otocinclus vestitus

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Otocinclus vestitus

Post by Sirius Black »

Var að spá hvort að þessi fiskur fengist einhversstaðar hér á landi?
Vantar nefnilega annan botnfisk eða svona fisk, þar sem að hinn gaf upp öndina í gær :cry:
200L Green terror búr
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Það er til hellingur af Crossocheilus Siamensis (SAE) í Dýralíf, þjóna sama tilgangi
Image
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Squinchy wrote:Það er til hellingur af Crossocheilus Siamensis (SAE) í Dýralíf, þjóna sama tilgangi
Já var einmitt að spá í annan hvorn fiskinn :) en takk fyrir þetta
200L Green terror búr
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Fullt af otoum líka í dýragarðinum seinast þegar ég vissi... sae eru meira í hárþörungi, otoar meira í "venjulegum" þörungi.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

En ef að maður fær sér bara einn af hvorum er maður þá ekki bara save fyrir þörungi? :P
200L Green terror búr
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Jú ég myndi halda það bara :D nema kanski svona svifþörungi :P
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

éta þeir þennan svarta þörung sem er pikkfastur á öllu?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Brynja wrote:éta þeir þennan svarta þörung sem er pikkfastur á öllu?
já, að einhverju smá leyti... Þeir ná þó seint að éta hann allann, og eru báðir of litlir til að vera annað en snakk í þínu búri :) Allavega með stóru kvikindunum.

Það var einhver annar fiskur sem er frekar óalgengur sem er bestur í þennan svarta þörung en ég man ekki alveg hvað hann heitir eins og er...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

ohhh.. djö. :?
ÞórðurJ
Posts: 96
Joined: 03 Jan 2008, 16:44

Post by ÞórðurJ »

er einhver sem hefur hugmynd um hvaða fiskur það er sem að er bestur í því og jafnvel geta sent mynd af honum :-)
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Jæja ég fékk mér svona Otocinclus vestitus í dag í Dýragarðinum, ætlaði að fá mér SAE líka en það var ekki komin sending og þeir áttu engan þannig að þeir munu kannski fá að fljóta með í næstu ferð :P

En ég er strax orðin alveg svakalega hrifin af þessum fiski, en hann er kannski fullítill þar sem að skalarnir sýna honum mikinn áhuga, veit ekki hvort að það sé í góðum hug gert :P En hann er snöggur frá og vonandi spjarar hann sig. En hann hófst bara strax handa þegar hann sá hvað búrið var skítugt og ekkert smá sem hann þrífur, er að taka svona einn og einn stein af botninum og steininn verður bara alveg þörungalaus eftir smá stund :shock:
200L Green terror búr
Post Reply