Ætla að deila með ykkur þessari sögu því of margir farga fiskunum sínum of fljótt sýnist þeir sjúkir.
Eitt "barna" minna varð fyrir talsverðu áreiti í 1000 lítra malawi búri. Það endaði með því að hann var botnfastur, gat ekki komist upp, hvernig sem hann reyndi, líkaminn dró hann niður aftur. Hann greip þó alla matarbita. Í hálfan mánuð lét ég hann vera í stórum háfi efst í búrinu. Það breitti engu. Hann fékk þá 100 lítra búr fyrir sjálfan sig. 60 dögum seinna gat hann loksins sinnt eðlilega og var orðin frískur á ný.
Ýmsar kenningar voru í gangi af okkar fagmönnum sem eiga þakkir skilið.
Í 60 daga vistinni var hann þó færður eingöngu á Tetra grænmetisfóður,(tillaga hins ofurágæta Hrapps eða Vargs eða hvað þessir gemmlingar nefna sig) ég nota auðvitað ekki annað en Tetra. Þetta vildi ég sagt hafa fyrir þá sem hafa takmarkaða þolinmæði. Syni mínum líður nú vel með 4 öðrum hrygnum í 100 lítra búrinu en er líklega náttúrulaus. En það er í lagi því hann er a.m.k. orðin náttúrúlegur aftur.
Þolinmæði þrautir vinnur, dauðvona Síkliða...eða hvað
Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta
-
- Posts: 4
- Joined: 11 Feb 2008, 10:17