Vandamál með nýkeypta Gubby

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
Rúsína
Posts: 56
Joined: 20 Feb 2008, 11:31
Location: Reyðarfjörður

Vandamál með nýkeypta Gubby

Post by Rúsína »

ég fékk mér 3 gubby núna nýlega, 1 kall og 2 kellur.

þannig er málið að ein kellan hreinlega dó eina nóttina :( ,
ég skil ekki ástæðuna. Svo las ég mér verulega til hérna
á spjallinu og sá að einhver talaði um að setja salt(joðlaust ;))
í búrið, ég prófaði það, og allt í einu urðu hinir eftirlifandi 2 svaka
hressir og allt í gúddí:D, nema hvað kallinn heldur sig alltaf á
botninun og hefur gert það síðan ég fékk hann, hin kellan sem
er lifandi er ólétt og ekki langt í got hjá henni.


þannig spurningin er þessi, gæti þetta verið veiki? eða bara byrjendamistök hjá mér að vera ekki búin að setja saltið í fyrst? Og hvað gæti hugsanlega verið í gangi með kallinn hjá mér, þetta eru agalega fallegir fiskar og mér langar að þeim líði sem best!!!


Vona að einhver komi með góð ráð eða ábendingar!:D
takk takk
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Kannski gefuru bara of mikið :) Ég þekki þetta reyndar bara hjá óskurunum mínum. Þeir leggjas tá botninn til að melta :lol:
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Síkliðan wrote:Kannski gefuru bara of mikið :) Ég þekki þetta reyndar bara hjá óskurunum mínum. Þeir leggjas tá botninn til að melta :lol:
Þetta er ólíklegt með gúbba. Ef þeir leggjast á botninn, þá er eitthvað að. Það er best að sleppa ráðleggingum ef þú þekkir ekki almennilega til fiskanna sem er verið að tala um.

Sástu einhver einkenni á fiskunum rúsína?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Rúsína
Posts: 56
Joined: 20 Feb 2008, 11:31
Location: Reyðarfjörður

Post by Rúsína »

Kerlingin sem dó var með furðuleg eins og gráhvít hrúður á hliðinni á kviðnum og svo í morgun tók ég eftir 2 dauðum seiðum frá henni, ( gat ekki verið þessi sem er lifandi þar sem ég hef sett hana í sér gotbúr)

og með karlinn, hann ekki alveg legst á hliðina á botninn, hann liggur á maganum.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Seiðin ná stundum að komast uppú gotbúrinu (allavega mínu :)) það gerist samt ekki oft.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Rúsína
Posts: 56
Joined: 20 Feb 2008, 11:31
Location: Reyðarfjörður

Post by Rúsína »

ég er með hana í alveg sér búri, ekki þannig gotbúri sem er enn ofan í aðalbúrinu, ég þorði ekki að hætta á að það væri eitthvað að hinni kellunni sem var í vatninu færi í þá eftirlifandi.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta gæti verið velvet eða eitthvað svoleiðis.. þá kemur svona hvítleit filma á fiskinn, en yfirleitt eru svona einkenni á fisknum í amk 1-2 daga áður en hann drepst. Var kerlingin í góðu formi þegar þú fékkst hana?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Rúsína
Posts: 56
Joined: 20 Feb 2008, 11:31
Location: Reyðarfjörður

Post by Rúsína »

þau voru öll í fínu formi þegar ég fékk þau, en þessi einkennis sem ég sá á kellinnu voru ekki komin fyrr en hún dó, ekkert sást á henni áður.

og einnig, þar sem ég er byrjandi. Hvað er þetta ''Velvet'' sem þú minntist á?
User avatar
Rúsína
Posts: 56
Joined: 20 Feb 2008, 11:31
Location: Reyðarfjörður

HANN dó:(

Post by Rúsína »

jæja þá kom að því, kallinn sem var eftir í gamla búrinu er dáinn, hann er farin á hliðina með svipuð einkenni og fyrri kellan, en seinni kellan er í góðum gír í sérbúri. ég henti gamla búrinu, bara til öryggis ef það skildi vera einhverskonar baktería í búrinu.
Post Reply