Hey, ég er með nokkrar spurningar sem brenna á mér. Ef þið mynduð ver svo væn að svara þeim yrði ég mjög þakklátur
Basics:
200L búr
2 Skalar
2 Trúða Botíur
Nokkri aðrir fiskar sem koma þessu ekki við.
1. Ég keypti skalana á sama tíma en annar er mun stærri en hinn (ca. 1,5 sinnum stærri). Hann er ótrúlega gráðugur og, án þess að hafa mikinn samanburð, orðinn frekar feitur. Það skiptir engu máli hvað ég set mikinn mat, hann klárar allt. Hinn er hálf latur við að borða, amk. í samanburði við þann stærri. Þannig að..:
a) Er möguleiki á að annar sé karl og hinn kerling? Ef já, er svona mikill stærðarmunur á kynjunum?
b) Veit einhver um einhverja leið til að tryggja það að sá minni fái líka að borða?
2. Ég er með mjög grófa möl í botninum á búrinu og mér sýnist fóðrið sem ég nota (TetraRubin Granules) lenda milli steinanna. Sökum þess og græðginnar í stóra skalanum (lítið fóður sem nær að sökkva) finnst mér bótíurnar ekki fá mikið að borða. Þannig að...:
a) Án þess að geta sýnt ykkur mynd af mölinni, haldið þið að bótíurnar geti grafið matinn upp?
b) Veit einhver reyndur um einhverja góða leið til að tækla þennan vanda?
Með fyrirfram þökk,
Arnar
Mataræði
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Það er möguleiki að þú sért með bæði kyn en ekkert hægt að fullyrða.
Í þínu tilfelli mundi ég skipta yfir í flögur, þá dreyfist fóðrið betur og sekkur hægar og því meiri líkur að allir fái. Þú getur td fengið þér Tetra rubin flögur eða Tetra pro crisps.
Það getur líka verið gott að dreyfa fóðrinu meira þegar þú gefur þannig meiri líkur séu á að allir fái.
Bótíurnar eru duglegar við að bora eftir fóðri á milli steina en ef mölin er mjög gróf þá getur verið að þær nái því ekki.
Passaðu bara að dæla ekki of miklu fóðri í búrið.
Í þínu tilfelli mundi ég skipta yfir í flögur, þá dreyfist fóðrið betur og sekkur hægar og því meiri líkur að allir fái. Þú getur td fengið þér Tetra rubin flögur eða Tetra pro crisps.
Það getur líka verið gott að dreyfa fóðrinu meira þegar þú gefur þannig meiri líkur séu á að allir fái.
Bótíurnar eru duglegar við að bora eftir fóðri á milli steina en ef mölin er mjög gróf þá getur verið að þær nái því ekki.
Passaðu bara að dæla ekki of miklu fóðri í búrið.