Jæja, núna eru liðnir ca 36 klst frá hrygningu. Það hafa orðið ansi mikil afföll, eins og ég bjóst við, enda held ég að hængurinn sé varla kynþroska ennþá, þannig að líklega eru öll hrognin ófrjó.
Nema hvað, í gærkvöldi voru nokkur orðin hvít og ég plokkaði þau í burtu og blótaði sjálfri mér að hafa gleymt peroxíðinu í vinnunni.
Í morgun var ég að flýta mér og sá að enn fleiri voru hvít, ca 20 stk.
Nú þegar ég kom heim áðan, þá voru ca 90% eggjanna orðin hvít, og sum byrjuð með svepp. Þannig að ég skóf varlega í burtu í kringum glæru eggin og hívertaði jukkuinu í burtu, og setti svo peroxíð útí. Vona að það hjálpi eitthvað á þessu stigi. það eru ekki nema ca 20 hrogn eftir. Flest þeirra eru skýjuð, en ca 5 þeirra eru ennþá alveg tær. Veit ekki hvort það bendir til einhvers, kannski er kominn fungus í þau líka eða þau eru bara ófrjó.
Mér skilst að það taki ca 2 sólarhringa fyrir hrognin að byrja að "iða" - þá losnar maður við fungusvandamálið.
En ég er reynslunni ríkari og hlakka bara til að þau hrygni aftur!! Núna er ég alveg heilluð af skölunum og langar bara að fylla búrið af þeim

Eða fylla bara annað búr af þeim...
