Mig vantar smá aðstoð

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Mig vantar smá aðstoð

Post by Höddi »

Hvað gæti ég verið að gera vitlaust?
Mig langar að hafa plönturnar grænar en ekki svona brúnar, ljósatíminn er 10 tímar, ætti hann að vera meira/minna? eða eitthvað annað sem ykkur dettur í hug?
Image Image
ZX-6RR
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

hvað ertu með mikið ljós í wöttum talið og hvað er búrið stórt?
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

ég er með 400 lítra juwel
tvær perur sem ég keypti nýjar fyrir rúmlega mánuði.
aftari peran er FLORA GLO og hún er 40w
fremri er SUN GLO einnig 40 w.
báðar T-8
ZX-6RR
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Ég er lika með Juwel 400 enn ég bæti við 2 perur. 4 x 40 W.
Sem sagt það eru 160 W á 360 litrar vatnið( raumhæfur). Sem er 1 W/ 2ltr. vatn.
Aquarienatlas frá Mergus mælir með þvi að það væri minstu ljósmagnið til að ná einhverju goðan árangur, fyrir plöntur með mikið þörf fyrir ljós þarf það vera upp til 1 w/1 l vatnið. Sem er frekar erfitt að ná.
Minn hreynsla er , siðan ég kominn með 160 W eru verulega breyting til hins jákvæða að sjá.
Kannski ætli að bæta við ég nota nuna nýlega 3 perur aqua-glo (þar sem rauða ljósið nær lengra niður i vatnið) og eina pera life-glo2 sem birtar mikið til (hvit ljós enn nær ekki eins niður i dýptini)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er eimitt líka með risa Valisneriu í mínu Juwel 400, perurnar eru bara orginal Juwel, daylight og warmwhite ásamt speglum. ég gef enga næringu oþh og plönturnar eru alveg eitur grænar.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Er ekki bæði verið að éta þessar plöntur svo og þörungur á þeim? Geturðu nuddað af þeim?

Getur vel verið að næringu vanti. Eru fáir fiskar? Skiptirðu ört um vatn? Gefurðu einhverja næringu?
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

það er verið að éta þær alveg grimmt. svo er smá þörungur á þeim sem ég get nuddað af (voðalega lítið).
það er slatti af fiskum í búrinu og ég skipti um 50% af vatni á 10 daga fresti og svo 80 % í fjórða hvert skipti.
Ég setti töflu af Tetra Plantstart um daginn hjá þeim og mér fannst blöðin þykkna og breikka en liturinn batnaði ekki.

Eitt sem sem ég gleymdi, ég er líka með spegla yfir perunum.
ZX-6RR
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

ljósid aetti nu ekki ad vera vandamalid hja ther thar sem ad vallisneria tharf ekki svo mikid ljos.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Ef alltaf er verið að éta plöntuna nær hún aldrei að vaxa, sérstaklega ef það er þörungur á henni sem minnkar ljósið sem kemst til hennar.

Eru þessir stubbar ekki bara orðnir of litlir?

Mér finnst trúlegt þú þurfa að bæta næringu með járni og snefilefnum í vatnið hjá þér annars m.v. þessi ágætu vatnsskipti hjá þér.
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

jú ætli þeir séu ekki bara of litlir. Þegar ég fékk plönturnar voru þær grænar og stórar og náðu alveg uppá yfirborðið, síðan hafa Venustus durgarnir (sem eru 3 og allir stórir) alveg hakkað þetta í sig.
Ég hef ekkert séð þær vaxa neitt að ráði og eftir að þær urðu svona litlar fór liturinn að dofna.

Svo ég skelli skuldinni á fiskana :x

Takk kærlega fyrir svörin, þið eruð allir snillingar. 8)
ZX-6RR
Post Reply