Mig langar að forvitnast hjá ykkur fiskanördunum (vel meint meira að segja með öfundartóni)
hvaða búrstærð finnst ykkur koma best út og hvaða tegund er best að ykkar mati og kannski afhverju þessi stærð og teg.
Ég er að vonast til að hafa efni á því að kaupa mér stærra búr á þessu ári og því ágætt að fara gera sér hugmyndir um hvað stærð komi helst til greina.
Besta búrstærðin er alltaf sú stærsta sem þú kemur fyrir.
Ég er persónulega mjög ánægður með Juwel 400 lítra búrin.
Juwel Rio búrin eru sérstaklega þægileg í umgengni og umhirðu.
Mér finnst akvastabil búrin fallegust. Er með eitt svoleiðis rúmlega 300 lítra og það er ekkert mál að vinna í því.
Líklegast er þægilegra með juwel að taka lokið af, léttara.
Þegar að því kemur á þetta að vera stofustáss. Ég hugsa að ég fari ekki yfir 400L en á svo sem eftir að skoða þetta betur í einhverjum dýrabúðum. Ég ætli ég skoði ekki búr á milli 300-400L
Ég skoðaði þessi búr á netinu sem þið nefnduð og í fyrstu fannst mér Juwel búrin miklu dýrari en svo sá ég að það þarf að kaupa lok og dælur sér fyrir Akurarium búrin. Þannig verðmunurinn er lítill.
Mér fannst þó Vision Juwel fallegri en Rio. Eru þau ekki alveg jafn þæginleg og Rio búrin ?
Ég er nú samt sammála að Akvastabil búrin og skáparnir eru rosalega flott. Mér fannst ég eitthvað kannast vel við lagið á þeim og fattaði að ég á 85L Akvastabil búr . En mér finnst lokið ekki nógu þæginlegt.