Bardagafiskarnir okkar/Eh...ákvað að gera körlunum greiða:-D

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Bardagafiskarnir okkar/Eh...ákvað að gera körlunum greiða:-D

Post by Rós »

Jæja nú vil mín gera þráð fyrir bardagafiskana, er ekki smá ánægð.

Loks fann ég bardagafisk sem ég fann bara "this is the one!!"

Nældi mér í hann fimmtudaginn 14. Febrúar og skellti honum hérna í skrautvasa sem ég á hérna hjá mér (sá eitthvern nota skrautvasa fyrir sinn bardagafisk) Ég alveg þvílíkt ánægð, keypti handa honum blóðorma og finnst alltaf jafn krýbbí að hlusta á hann borða, alveg brakar í honum og bergmálar um allt búrið :shock: bara sérstakt.

Á laugardaginn 16.Febrúar var ég í Dýraríkinu(sem ég keypti einnig karlinn) og sé bardagakerlingar og spurði karlinn hvort við ættum að bíða þar til í sumar að næla okkar í nokkrar eða núna. Skildist að þetta væri mjög sjaldgæft hvað þær væru svona fallegar á litinn, oftast dökkar litinn, en þessar eru mjög ljósar(og þar sem ég er algjör stelpa þá vil ég auðvitað allt í ljósu hehe)

Karlinn minn spyr hvort ég ætli bara að eiga þá er hvort ég sé viss um að ég vilji rækta. "ég vil allavega reyna það" og hann segir mér þá að næla mér í þær fallegust :)

Þannig að ég sé þarna hvíta kerlingu, bleika og bleikrauða. og ég ætla að fá þær...sem og ég gerði nema hvað ég sé eina þarna syndandi um sem var ennþá meira hvít og ég tók hana líka :oops: sem sagt 4 kerlingar.
Og hún er það hvít að hún minnir mig alltaf á kremkex, enda er hún kölluð Vanilla.

Jæja svo lendi ég í vandræðum með 60L búrið mitt, eitthver sýking þar þannig að ég skundast í dýraríkið og kaupi lyf og karlinn minn fer að skoða fiskana og kemur svo til mín "...afhverju keyptiru ekki þennan bardagafisk??" og sýnir mér einn þarna og ég bara "ööö minn er flottari ".."eh eiginlega ekki" segir hann "fínt"segi ég"kaupt þú þennan þá bara!"
Sem og hann gerði.

Minn er svona bleikrauður og þegar hann verður stressaður skiptir hann yfir í ljósbláan, sem mér finnst bara mega töff!
Hans er rauður crownhead minnir mig að það sé kallað. Og honum finnst nú bara mest töff þegar ég var að skoða hann og segi "það er eins og þetta sé rokkari" hehe karlinn minn er rokkari.

Þannig að við settum hann í kúlubúr sem hún móðir mín átti.
Og kerlingarnar eru í stórum vasa einnig.
Í sumar fara þær þó í hornbúrið mitt og þeir fara í 60L búrið, auðvitað með skil á milli þannig að þeir fá sitthvort 30 L búr :-)

Svo sér mar bara til hvernig gengur að rækta.

þau eru öll inn í herbergi hjá okkur alveg upp við ofnin enda alveg þvílíkt spræk.
Mér var alltaf sagt að þessir fiskar yrðu nú ekkert voða sprækir og alltaf á botninum en annað sýnist mér :-)
Og karlarnir voða duglegir að búa til hreiður þó svo ég skemmi það óvart stundum þegar ég set ferskt vatn ofan í, þó svo ég á nú ekki að þurfa að gera það á hverjum degi eins og ég geri. Ekkert að því svo sem.

En ég hef áhyggjur af henni Vanillu.
Hún er nú ekki sú sprækasta. þegar ég gef stelpunum að éta þá eru þær rosalega snökkar að fá sér að éta, sérstaklega þessi bleikrauða, vá hvað hún er hress, sprækk og snökk!
En Vanilla er svo hævirk að hún nær aldrei að borða, gef oft þannig að allar synda í eina átt og gef nokkur stykki þar svo hendi ég til hinnar sem er hinum megin ennþá því hún er rosalega hæg virk og ég fer ekki fyrr en ég hef séð að hún hefur tekið að minnsta kosti einn bita.
Svo í gær var hún alveg hreyfingarlaus, og ég bara hélt hún væri dauð. Og hún er svo rosalega hvít að ég sé ekki hvort finnarnir væru á hreyfingu eða ekki(rosa erfit að sjá það jafnvel ef hún syndir)
Þannig að ég potaði á endanum í hana og jújú lifandi, þannig að ég setti hana bara í litla plastdollu og gef henni spes að borða þar. Virðist vera að hressast við, en ekki mikið.

Ætlaði nú að setja mynd en finn myndavélina sem ég ætlaði að nota bara ekki.
Og hin gefur svo mikið flass frá sér að ekkert sést fyrir flassi.
Set það inn um leið og ég finn tækið :)

Takk fyrir lesturinn.
Last edited by Rós on 12 Mar 2008, 18:00, edited 12 times in total.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hlakka til að sjá myndir af þessum fínu fiskum.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

djö..... geturu talað kona :shock: :P
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Síkliðan wrote:djö..... geturu talað kona :shock: :P
Hún er þó ekki að commenta á svo til hvern einasta póst sem kemur hér inn á spjallið.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

pípó wrote:
Síkliðan wrote:djö..... geturu talað kona :shock: :P
Hún er þó ekki að commenta á svo til hvern einasta póst sem kemur hér inn á spjallið.
heyr heyr...
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Ertu með marga karla?

Til hamingju með þá, bara flottir! Endilega myndir :D
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Sunneva
Posts: 41
Joined: 18 Feb 2008, 18:30
Location: Húsavík

Post by Sunneva »

Myndir! :P
FiKter
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

jæja svo lendi ég í vandræðum með 60L búrið mitt, eitthver sýking þar þannig að ég skundast í dýraríkið og kaupi lyf
Baðstu bara um lyf við einhverri sýkingu ?
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Vargur wrote:
jæja svo lendi ég í vandræðum með 60L búrið mitt, eitthver sýking þar þannig að ég skundast í dýraríkið og kaupi lyf
Baðstu bara um lyf við einhverri sýkingu ?

Ég fór með tvær gúbbý kerlingar til að sýna starfsmanni og hann hefur unnið við fiska í um 15 ár skilst mér þannig að ég treysti því að hann hafi látið mig fá rétt meðöl :wink:
Reyndar dóu þessar tvær sama kvöld, svo rosalega langt gengnar.

Svo sá ég í gærkveldi að ég er komin með hvítblettaveikina :( þannig að ég fór að tríta þau gagnvart því.
Algjör leiðindi að lenda í svona.

En gagnvart Bardagafiskunum þá deyr $%&$% myndavélin alltaf, keypti draslbatterý áðan og það virkaði ekkert. Ætla mér að setja myndir seinna í kvöld.

Og ég er með 2 karla og 4 kerlingar :P
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

vonandi í sitt hvoru búrinu :lol: ég er búinn að prófa hitt. ekkkkkki sniðugt :cry: sá flottari drapst á innan við 5 min
Sunneva
Posts: 41
Joined: 18 Feb 2008, 18:30
Location: Húsavík

Post by Sunneva »

Hvernig er að reyna að rækta undan bardagafiskunum?
FiKter
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Vonandi eru kallarnir í sitthovru búrinu :lol: annað muni verða sóðalegt og það fljótt :P
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

naggur wrote:vonandi í sitt hvoru búrinu :lol: ég er búinn að prófa hitt. ekkkkkki sniðugt :cry: sá flottari drapst á innan við 5 min
jújú allt í sama búrið.


iii djók hehe skrifaði þarna fyrir ofan að þau væru í 3 búrum og einni dollu.

En jeij jeij here are some pics :P


Image

Ákvað að fara í Ikea svo allir fiskarnir væru nú svipuðum "búrum" sem sagt vösum :P

Image

Nema Vanilla, hún verður áfram í dollunni þar til hún verður hressari, grunar samt að hún sé bara lone-er.


Image

Jæja allir komnir ofan í og bara flott finnst mér.. fyrir utan dollan hehe


Image

Kerlingarnar, frekar úr fókus, en ég reyndi, tókst ekki betur en þetta.

Image

Vanilla, audda líka úr fókus en kerlingar fyrir aftan lýta vel út

Image

Karl karlsins míns. Rokkarinn mikli. já líka úr fókus:(


Image

Karlinn minn. Líka úr fókus en litirnir sjást þó.





Vínkona mín ætlar að koma þegar hún hefur tíma og hún er lærður myndatöku kerling en hefur aldrei tekið myndir af fiskum og langar rosalega að taka myndir af öllum fiskunum.

Þannig að þið munið sjá nóg af myndum af öllu mínu liði.

En hér er svona smá myndband sem ég tók áðan þegar Bardagakarlarnir fengu að hittast.

Vissu þið að líf þeirra lengist við það að fá að hittast smá og sperra sig og montast.

Svona eins og "Hláturinn lengir lífið", sagði gamla konan sem dó úr hlátri :lol:

http://www.brs.blog.is/blog/rosin/entry/453174/
Last edited by Rós on 23 Feb 2008, 00:05, edited 1 time in total.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

þú verður að endurskíra myndirnar, má ekki heita partý eða neitt með á, ó og þess háttar
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Nú?? sést þetta ekki, þetta sést hjá mér?

kræst varla að nenna að breyta þessu, er alveg að sofna hérna.
Sunneva
Posts: 41
Joined: 18 Feb 2008, 18:30
Location: Húsavík

Post by Sunneva »

Ég sé myndirnar.
FiKter
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Æ farðu bara að lúlla og þú reddar þessu á morgun,góða nótt :)
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

hehe tókst að gera þetta.

Vona að allir sjái núna, karlinn skilur ekkert í því að ég sé ekki farin upp í rúm, er orðin hás svo þreytt :oops: :oops:


En ég er farin að sofa og endilega komentið hvað ykkur finnst.

Vona bara að vínkona mín komi sem fyrst að taka myndir.

hey töff í skrifandi orðum, vinur minn ætlar að koma með myndavél systur sinnar og við ætlum að reyna taka myndir. (þó svo hann var að vonast til að ég væri biðja um myndavélina til að taka annarskonar myndir :oops: :P :oops: )

Þannig að vonandi eftir helgi fáið að sjá þetta í betri skrúðum.

Btw, hvernig fannst ykkur myndbandið??


Góða nótt :sofa:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er nú dálítið töff að hafa þá þarna í vösunum.
Og flottir voru gaurarnir þegar þeir voru að sperra sig.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

þetta er flott stofustáss..!
Ég væri miklu hrifnari af fiskum í vasa en blómum í vasa... blómin lifa bara í viku.. en fiskarnir vonandi lengur :D
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

hehe ég er líka rosalega ánægð með útlitið.
En ég myndi ekki nenna að vera í litlu herbergi for ever, þess vegna verða þau bara þarna þar til í sumar.
Hlakka svo til að fara að rækta, alveg að fræða mig um þetta á milljón, verður spennandi að sjá hvernig þetta mun ganga. :P

En ég tók nýtt myndband áðan, var að gefa kerlingunum og ein tók upp á því að stökkva áður en ég gaf þeim þannig að ég ákvað að taka myndband af því, þær eru 2 sem eiga að geta stökkið en á myndbandinu er bara ein að stökkva.
Og svo sést í Vanillu þarna, ákvað að setja hana aftur ofaní í gærkveldi og hún er bara mjög hress, er nú aðalega sofandi svo þegar kemur matur þá er hún rosa hress og lætur ekki vaða yfir sig eins og þarna fyrst, mín rosa ánægð.

En njótið og segið hvað ykkur finnst endilega


http://brs.blog.is/blog/rosin/entry/455263/
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Var að pæla.

Víst það eru búin að vera svona mikil dauðsföll hjá mér þá er víst komið pláss fyrir bardagakerlingarnar mínar.


Haldiði að ef ég bíð kannski þar til eftir helgi og engin einkenni hafi komið upp hjá mér í 60L búrinu, að það sé í lagi að setja þær yfir?

Held þeim líði nú ekki vel í þessari krukku þarna...eða blómavasa, og svo eru þær farnar að stökkva frekar mikið, sérstaklega ein, vakna um næturnar því ég heyri í þeim stökkva og er alltaf smeik um að heyra *splashsplashplopp*

Ætla hvort sem er að hafa þær með hinum fiskunum ætlaði bara að bíða þar til hornbúrið kemur. En málið er bara að tvær kerlinar eru voða rólegar, rétt synda um og svona, en svo eru það hinar tvær, hvert sinn sem mar kemur eru þær þvílíkt spenntar og líka þegar þær sjá karlana.

Haldiði að það sé í lagi að bíða þar til eftir helgi ef engin einkenni hafa komið upp. og þá setja þær í búrið??
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það hljómar ágætlega.
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Heyrðu æðislegt, þá bíð ég bara spennt eftir helginni.

Læt ykkur vita :-)
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

settu einhvert "lok" yfir vasana jafnvel húðplast en setja göt á það. bardagafiskar hafa tilhnegingu að stökkva upp úr búrum
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Voðalega var mín svekkt áðan.

Kom heim og hleypti hundunum út, kíkti í 60L búrið og gáði hvernig væri þar og svo fór ég til að skipta svona aðeins um vatn hjá Bardagafiskunum þegar ég sé að gulakerlingin er bara dáin :cry:

Alveg þvílíkt svekkt. Hún var alveg lifandi í morgun þannig að eitthvað hefur komið fyrir bara í dag.
Veit að rauða kerlinging og bleika hafa verið dálítið leiðinlegar við hana og við Vanillu en Vanilla er bara þvílíkt spræk og einnig hinar tvær. Og ef önnur hvor kemur nálægt Vanillu þá bara eru þær stangaðar (hefur gert henni gott að vera ein þarna í smá tíma í dollunni)
Þannig að greyi gula kerlingin hefur eitthvað lent illa í því hjá kerlingunum.
Eins og ég sagði í gær, ég held þeim líði nú ekki vel þarna í þessum vasa og þær eru greynilega sammála því.

Og takk Naggur, ég setti svona filmu yfir með nóg af loftgötum.
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Jæja, kerlurnar komnar í 60L búrið. Fóru þangað í dag. Nældi mér í 3 aðrar kerlur. Sem sagt með 6 kerlur núna.
Ein þeirra er svona gulhvít eins og þessi sem dó, lítur bara nákvæmlega eins út. svo eru 2 sem eru alveg eins, dökkar svart/brúnar eitthvern vegin með 2 svartar línur sem fara alveg yfir búkinn þeirra. og augun. En sporðurinn og uggi hjá annarri þeirra er blá en skiptist yfir fjólubláan þegar hún er hrædd eða stressuð...eða nema hún sé að reyna að ógna hinum fiskunum.
Svo er hin með grænan sporð og ugga en fer yfir í blátt þegar eitthvað bjátar á.
Finnst það nú bara mega töff.

Þessi gula þykist nú ráða öllu og sú bleika er komin með yfirráð yfir einu horninu, sá eini sem má fara þangað er sú rauða og enginn annar fiskur haha

Og svo kom upp klikk hugmynd hjá mér að ég myndi bara hafa þetta búr fyrir þær, hinir fiskarnir fara í hornbúrið í sumar og karlarnir fá eitthvað annað :oops: Get ekki hætt að hugsa út í þetta allt 8)
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Langaði bara að koma með smá fréttir.

Á hverjum degi leyfi ég nú körlunum að hittast og alltaf er það jafngaman að fylgjast með þeim.
Nema hvað um helgina voru þeir ekkert spenntir að sjá hvort annað.. Kannski farnir að skilja að það þýðir ekkert að fara í slag á meðan þetta gler er fyrir Razz

Þannig að þeir gerðu ekkert. en Aha! ég bara snéri þessu þá við.
Og jeminn hvað þeir BRJÁLUÐUST. Bara aldrei séð annað eins.

Það var eins og þeir öskruðu "ERTU AÐ DJÓKA!! ANNAR GAUR!!!"
alveg brjáluðust að sjá hvort annað svo fóru þeir alltaf hinum megin á vasanum að tjékka á þeim gamla...sem auðvitað var enginn.

Svo eins og t.d. í gærkveldi,bara varð ég að draga þá næstum strax í sundur því gaurinn minn ætlaði bara að gera sitt besta að brjóta glerið og komast gegn!!

Hann ætlaði að fá að stúta gaur karlsins míns.
Fór á þvílíkum hraða alltaf á glerið og ég heyrði alltaf *doink* hehe


En kerlurnar líða bara vel í 60L búrinu, farnar að frekjast og komnar með yfirráðar svæði sumar þeirra.

Gáði í gærkveldi hvort eitthverjar vildu hoppa og fá sér að borða og ein varð svo pirruð út í aðra að hoppa alltaf á hana og trufla hana í að reyna stökkva(svo bara stökk hún aldrei) að hún opnaði bara ... ææ... man ekki nafn...þarna eins og gaurarnir gera með þarna öndunardóttið( Embarassed ji hvað ég skammast mín að vita þetta ekki og er sjómannsdóttir) svo synti hún í burtu í fýlu hehe

Jæja gott í bili, ætlaði bara að koma með smá fréttir og auðvitað á ég bágt með að hætta að skrifa Wink


TÁLKNIN!!!
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Jæja, keypti í kvöld frá honum Atla Piranha 63L búr handa bardagakerlurnar.
Setti það saman áðan og notaði sandinn sem fylgdi og nú bíð ég bara þar til um helgina, kannski sunnudaginn eða bara mánudaginn, og þá set ég þær ofan í. Ætla kaupa gróður á morgun og einnig brúsknefja.

En eitt fer dáldið í okkur hjúin...lætin í búrinu þegar ég kveiki á ljósinu :shock:
Langar að "sýna" ykkur hljóðið og kannski eitthver sem skilur í þessu.
Og líka, á ekki að koma svona loftbólur úr þessu svarta stykki þarna sem er þarna??

<embed src="http://www.youtube.com/v/1yLA7jsfNXg" type="application/x-shockwave-flash" width="425" height="350"> </embed>
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Örugglega léleg ballest.. Ég kíkti reyndar ekki á myndbandið þar sem ég er í tíma, en ef þetta er svona stöðugt suð, þá er ballestin, sem sér flúorljósunum fyrir orku, léleg.

Kíki etv betur á þetta seinnipartinn :P
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply